Væntanlegt í bíó

24. október 2019
Heimildarmynd
Leikstjórn Pawel Ziemilski
Söguþráður Saga fólks frá smábænum Stary Juchy (Gamla Blóð), í Póllandi. Bærinn er staðsettur í norðurhluta landsins, á stað sem er oft kallaður „land hinna þúsund vatna“. Atburður í kringum 1980 leiddi til þess að um 400 manns frá þessum bæ fluttu til íslands. Ekkert þeirra hefur snúið til baka.
Útgefin: 24. október 2019
25. október 2019
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Heimsins furðulegasta fjölskylda, Addams-fjölskyldan, hefur nýverið flutt sig um set og hreiðrað um sig í gömlu húsi í New Jersey þar sem krakkarnir, Wednesday og Pugsley, þurfa nú að ganga menntaveginn eins og önnur börn. Ekki líður á löngu uns þessi sérstaka fjölskylda er búin að gera allt vitlaust á svæðinu án þess þó að gera sér grein fyrir út af hverju!
Útgefin: 25. október 2019
25. október 2019
SpennumyndGamanmyndHrollvekja
Leikstjórn Ruben Fleischer
Söguþráður Í myndinni mæta uppvakningabanarnir fræknu, þau Columbus, Tallahasse, Wichita og Little Rock, nýrri tegund uppvakninga, sem hafa þróast frá því upprunalega myndin var frumsýnd, auk þess sem þau þurfa að takast á við venjulegt mannfólk sem lifði af uppvakningapláguna sem fór sem eldur í sinu um Jörðina, og eirði engu.
Útgefin: 25. október 2019
25. október 2019
Drama
Leikstjórn May el-Toukhy
Söguþráður Anne er virtur og vel metinn lögfræðingur sem hefur sérhæft sig í málum sem varða misnotkun á börnum. Í einkalífinu hefur henni einnig gengið vel og eiga hún og eiginmaður hennar, Peter, tvær dætur. Þegar Gustav, sonur Peters úr fyrra sambandi, flytur inn á heimilið stofnar hún til forboðins sambands við hann og leggur um leið allt sitt undir, bæði starfsheiður sinn og einkalíf ... með hrikalegum afleiðingum.
Útgefin: 25. október 2019
25. október 2019
Drama
Söguþráður Pati, námsmaður í blaðamennsku, ákveður að taka upp útskriftarverkefnið sitt í Dzhabana í Kirgisistan. Hún hefur sérstakan áhuga á nálægði bæjarins við nærliggjandi ríki, sem gegnir stóru hlutverki í lífi margra bæjarbúa. Sumir sjá landamærin á hverjum degi á leið til og frá vinnu, aðrir fara yfir þau til að versla og fyrir þá sem taka þátt í smygli eru landamærin ábatasöm tekjulind. Shima, Kycha og Baton tilheyra þriðja flokknum og smygla vörum á fjórhjóladrifsbíl sínum. Pati hittir þrenninguna fljótlega eftir komu sína til Dzhabana, þegar hún sér nýju myndavélina sína, sem var stolið frá henni, í höndum Baton. Pati slærst í hópinn með genginu, fyrst sem áhorfandi og svo sem virkur þátttakandi. Næst kemur Shima með áætlun um smygl á stolnu lúxus ökutæki.
Útgefin: 25. október 2019
25. október 2019
GamanmyndHrollvekja
Söguþráður Kvikmyndin Þorsti gerist í litlum bæ, ekki ólíkum Reykjavík þar sem óöld liggur í loftinu og undarlegir glæpir og hrottaskapur virðast vera daglegt brauð. Myndin Fjallar um Huldu sem er grunuð um að hafa orðið valdur að andláti bróður síns og er því til rannsóknar hjá Jens rannsóknarlögreglu. Móðir Huldu, sem skolar niður pillum með bláum Smirnoff á morgnana trúir því einnig að hún hafi orðið bróður sínum að bana. Eftir að hafa verið sleppt úr varðhaldi vegna ónógra sannana hefur hún í engin hús að venda og þvælist um þar til hún rekst á Hjört, mörg þúsund ára gamla, einmanna og samkynhneigða vampíru sem hjálpar henni að vekja Steinda bróður hennar til lífs aftur með hræðilegum afleiðingum á sama tíma og þau þurfa að verjast ágangi Esterar og Birgittu og sértrúarsöfnuði þeirra, sem virðist elta þau á röndum.
Útgefin: 25. október 2019
26. október 2019
DramaHrollvekjaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Faith Akin
Söguþráður Kvikmynd byggð á sannri sögu fjöldamorðingja sem gekk laus í Hamborg á áttunda áratugnum. Sturlaður, áfengissjúkur og afmyndaður Fritz Honka myrðir vændiskonur undir ljúfum þjóðlagasöng Þýskalands, og ódaunninn úr íbúðinni hans finnst alla leið inn í bíósalinn.
Útgefin: 26. október 2019
1. nóvember 2019
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Tim Miller
Söguþráður Beint framhald af Terminator 2: Judgement Day.Sarah Connor er snúin aftur, tveimur áratugum eftir atburðina í Judgement Day. Hún þarf að vernda unga konu að nafni Dani Ramos og vini hennar, en tortímandi úr bráðnum málmi, er sendur úr framtíðinni til að drepa þau.
Útgefin: 1. nóvember 2019
2. nóvember 2019
TónlistarmyndHeimildarmynd
Leikstjórn Nick Broomfield
Söguþráður Upplifðu sköpunarmátt ástarinnar í þessari fögru og harmrænu ástarsögu sem hér er rakin á milli hins goðsagnakennda tónlistarmanns Leonard Cohen og norsku músunnar hans Marianne Ihlen.
Útgefin: 2. nóvember 2019
6. nóvember 2019
Tónlistarmynd
Leikstjórn BJ McDonnell
Söguþráður Hljómsveitin Slayer er fyrir löngu komin á stall sem ein mest yfirburða "thrash-metal" hljómsveit sögunnar - en böndin sem oftast eru kallaðar Risarnir fjórir innan þessarar tónlistarstefnu og hafa haft mest áhrif eru Slayer ásamt Metallica, Megadeth og Anthrax. Nú getur ÞÚ upplifað bæði heimsfrumsýningu á stuttmyndinni "SLAYER: The Repentless Killogy" sem aðdáendur hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu ásamt sérstöku aukaefni frá hljómsveitarmeðlimum og stórfenglegum tónleikum bandsins sem teknir voru upp í Los Angeles Forum tónleikahöllinni.
Útgefin: 6. nóvember 2019
8. nóvember 2019
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Þegar geimvera með ótrúlega ofurkrafta lendir nærri Mossy Bottom sveitabænum, þá fer Hrúturinn Hreinn í leiðangur til að reka gestinn heim áður en illir þrjótar grípa hana.
Útgefin: 8. nóvember 2019
8. nóvember 2019
Hrollvekja
Leikstjórn Mike Flanagan
Söguþráður Myndin gerist eftir atburði The Shining, en nú er Dan Torrence orðinn fullorðinn og hittir unga stúlku sem býr yfir álíka dulrænum hæfileikum og hann, og gerir hvað hann getur til að vernda hana fyrir sértrúarsöfnuði sem er þekktur undir nafninu The True Knots, en liðsmenn safnaðarins nærast á börnum með yfirnáttúrulega hæfileika, til að öðlast eilíft líf.
Útgefin: 8. nóvember 2019
8. nóvember 2019
DramaSöguleg
Leikstjórn Dariusz Gajewski
Söguþráður Myndin fjallar um þann tímapunkt þegar fólk er að færast inn inn á fullorðinsár á erfiðum tímum, í samfélaginu. Józek, sem er liðhlaupi úr her tsarista gengur til liðs við Legions útlagaherinn.
Útgefin: 8. nóvember 2019
13. nóvember 2019
TónlistarmyndHeimildarmynd
Leikarar: Shakira
Söguþráður Tónleikar þar sem blandað er saman persónulegum augnablikum og kraftmikilli tónleikaframkomu Shakiru frá El Dorado metsölu heimstúrnum. Í kjölfar gríðarlega vel heppnaðrar útgáfu plötu söngkonunnar Shakira El Dorado – sem hún hlaut tvenn Grammy verðlaunin fyrir – snéri Shakira aftur á heimssviðið með vinsælustu tónleikaröð hennar til þessa. Þarna tróð hún upp fyrir uppseldum leikvöngum um allan heim með nýlegum smellum á borð við “Chantaje“ og “La Bicicleta“ ásamt fjöldamörgum gullmolum úr 20 ára ára efnisskrá sinni svo sem “Hips Don’t Lie“, “Waka Waka (This Time for Africa)“ og “Estoy Aqui“. Shakira In Concert: El Dorado World Tour færir okkur þessa risatónleika á stóra tjaldið, ásamt því að draga fram í gegnum heimildaefni og frásögn Shakira með eigin orðum hápunktana í því átaki sem þurfti til að koma slíkum stórtónleikum til 22 landa og tæplega milljón aðdáenda, í kjölfar heljarinnar drama vegna þess að þurfa að fresta öllu tónleikaferðalaginu vegna áverka á raddböndum í nóvember 2017.
Útgefin: 13. nóvember 2019
15. nóvember 2019
SpennumyndDramaÆviágripÍþróttamynd
Leikstjórn James Mangold
Söguþráður Bandaríski bílahönnuðurinn Carroll Shelby og ökuþórinn Ken Miles takast á við afskipti fyrirtækisins, eðlislögmálin og þeirra eigin persónulegu djöfla, í aðdragandanum að hönnun byltingarkennds kappakstursbíls Ford, sem á að keppa við Ferrari í Le Mans kappakstrinum árið 1966.
Útgefin: 15. nóvember 2019
15. nóvember 2019
SpennumyndDramaSöguleg
Leikstjórn Roland Emmerich
Söguþráður Sagan af bardaganum um Midway, í endursögn herforingjanna og sjómannanna, sem tóku þátt í bardaganum. Þar börðust bandaríski herinn og japanski herinn, en bardaginn markaði tímamót í baráttunni á Kyrrahafinu í Seinni heimsstyrjöldinni.
Útgefin: 15. nóvember 2019
17. nóvember 2019
SpennumyndDramaSpennutryllirVestriGlæpamynd
Leikstjórn Sam Peckinpah
Söguþráður Bandarískur barpíanisti og vinkona hans vændiskonan, fara í ferðalag í gegnum undirheima Mexíkó, til að reyna að komast yfir fé sem lagt var til höfuðs látnum glaumgosa.
Útgefin: 17. nóvember 2019
21. nóvember 2019
Tónlistarmynd
Leikstjórn Anton Corbijn
Söguþráður Við nálgumst hljómsveitina Depeche Mode í gegnum sex aðdáendur í myndinni þar sem fjallað er um tónlistina á persónulegan hátt og þar sem sjónræn veisla nær að fanga hljóðheiminn á einstakan máta! Depeche Mode túraði um heiminn þar sem þeir komu fram fyrir um 3 milljónir aðdáenda og nú hefur ÞÚ tækifæri til þess að upplifa tónleikana!
Útgefin: 21. nóvember 2019
22. nóvember 2019
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Leikstjórn Chris Buck, Jennifer Lee
Söguþráður Anna, Elsa, Kristoff og Olaf fara langt inn í skóginn til að komast að sannleikanum um forna ráðgátu um konungsdæmið.
Útgefin: 22. nóvember 2019
22. nóvember 2019
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Brian Kirk
Söguþráður Myndin fjallar um rannsóknarlögreglumann í New York sem fallið hefur í ónáð, sem fær eitt tækifæri til að rétta sinn hlut. Hann fær það verkefni að elta mann sem myrti lögregluþjón.Hann kemst á snoðir um stórt samsæri sem tengir lögrelumenn við glæpaveldi og hann þarf að ákveða hverja hann er að elta, og hver er í raun að elta hann. Í ferlinu, þá er Manhattan algjörlega lokuð í fyrsta sinn í sögunni - ekki er hægt að komast inn eða út af eyjunni, og allar 17 brýrnar lokaðar.
Útgefin: 22. nóvember 2019
22. nóvember 2019
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Rúnar Rúnarsson
Söguþráður Á meðan Ísland er í óða önn að gera sig tilbúið fyrir hátíðarnar, er einkennilegt andrúmsloft að falla yfir landið og fólk finnur bæði fyrir spennu og áhyggjum. Eyðibýli stendur í ljósum logum í sveitinni, í grunnskóla eru krakkar að leika í jólasöngleik, í sláturhúsi, dángla nauta skánkar, í miðju safni stendur kona og rífst í símann, ungur strákur fær ömmu sína til að prófa nýju sýndarveruleika gleraugun sín... Í gegnum 59 senur, dregur myndin fram bæði, biturð og blíðu í nútíma samfélagi.
Útgefin: 22. nóvember 2019
22. nóvember 2019
TónlistarmyndÆviágrip
Leikstjórn Michal Wegrzyn
Söguþráður Proceder er hrífandi saga rapparans Tomasz Chada - stráks úr fjölbýlishúsahverfi, með sál skálds. Hann var sannur og heiðarlegur í textum sínum. Andlát Chada bar að með óútskýranlegum hætti, og skelfdi aðdáendur og stúlkuna sem hann elskaði. Tónlistin var líf hans og heimurinn sem hann flúði í þegar veruleikinn hafði ekki mikið að bjóða honum.
Útgefin: 22. nóvember 2019
29. nóvember 2019
GamanmyndDrama
Leikstjórn Paprika Steen
Söguþráður Gamanmynd um trega og sorgir sem geta leyst upp heilu fjölskyldurnar – og böndin sem binda þær saman.
Útgefin: 29. nóvember 2019
29. nóvember 2019
Drama
Leikstjórn Bill Condon
Söguþráður Svikahrappurinn Roy Courtnay trúir því varla hvað hann er heppinn þegar hann hittir ekkjuna Betty McLeish á netinu. Betty opnar dyr sínar, og hann annast hana og það sem átti að vera svindl og svínarí verður mesti og víðsjárverðasti línudans lífs hans.
Útgefin: 29. nóvember 2019
1. desember 2019
DramaSpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Jean-Luc Godard
Söguþráður Bandarískur leyniþjónustumaður er sendur til hinnar fjarlægu geimborgar Alphaville, þar sem hann þarf að leita uppi týnda manneskju, og frelsa borgina undan oki einræðisherra.
Útgefin: 1. desember 2019
6. desember 2019
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Jake Kasdan
Söguþráður Vinahópur snýr aftur í Jumanji spilið til að bjarga einum úr hópnum, en kemst að því að ekkert er eins og þau bjuggust við. Leikmennirnir þurfa að sýna hugrekki, og kljást við krefjandi aðstæður, allt frá brennheitum eyðimörkum til kaldra og snævi þakinna fjalla, til að sleppa úr hættulegasta leik í heimi.
Útgefin: 6. desember 2019
6. desember 2019
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Edward Norton
Söguþráður Myndin gerist á sjötta áratug síðustu aldar í New York í Bandaríkjunum. Lionel Essrog er einmana einkaspæjari með Tourette heilkennið, sem reynir að leysa gátuna um morðið á lærimeistara sínum og eina vini, Frank Minna.
Útgefin: 6. desember 2019
26. desember 2019
SpennumyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Nick Bruno, Troy Quane
Söguþráður Þegar besti njósnari í heimi breytist í dúfu, þá þarf hann að stóla á njörðinn og tæknistjóra sinn, til að bjarga heiminum.
Útgefin: 26. desember 2019
26. desember 2019
GamanmyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Tom Hopper
Söguþráður Kattahópurinn Jellicles þarf að ákveða á hverju ári hver á að fara upp í gufuhvolfið og koma aftur til baka í Jellicle lífið.
Útgefin: 26. desember 2019
26. desember 2019
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Ben Falcone
Söguþráður Ofurvenjulegt líf Carol Peters breytist skyndilega þegar hún fer allt í einu að heyra einkennilegar raddir úr sjónvarpinu, símanum, örbylgjuofninum og fleiri heimilistækjum. Er hún að missa vitið? Í raun hefur hún verið valin til að prófa fyrstu gervigreindar-ofurvitsmunina, og smátt og smátt yfirtekur þetta líf hennar. Hún gæti þó verið síðasta von mannkyns áður en gervigreindin tekur öll völd.
Útgefin: 26. desember 2019
3. janúar 2020
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Andrea Di Stefano
Söguþráður Fyrrverandi fangi reynir að smygla sér í raðir mafíunnar, í rammgerðu öryggisfangelsi.
Útgefin: 3. janúar 2020
3. janúar 2020
GamanmyndDramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Rian Johnson
Söguþráður Spæjari rannsakar dauða ættföðurs í sérkennilegri og átakagjarnri fjölskyldu.
Útgefin: 3. janúar 2020
3. janúar 2020
DramaÆviágrip
Leikstjórn Jay Roach
Söguþráður Myndin er byggð á hneykslismáli, og gefur innsýn í eitt helsta fjölmiðlaveldi samtímans; Fox News í Bandaríkjunum. Sögð er sagan af konunum sem stigu fram, og forstjóri stöðvarinnar sagði af sér í kjölfarið, en hann var sakaður um kynferðislega áreitni.
Útgefin: 3. janúar 2020
3. janúar 2020
Gamanmynd
Leikstjórn Andy Fickman
Söguþráður Hópur ólíkra bardagamanna reynir að koma böndum á þrjá ódæla krakka.
Útgefin: 3. janúar 2020
10. janúar 2020
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Elizabeth Banks
Söguþráður Endurræsing á myndinni frá árinu 2000, sem byggð var á sjónvarpsþáttum frá áttunda áratug síðustu aldar. Ný kynslóð einkaspæjara er nú komin til starfa fyrir hinn dularfulla Charlie.
Útgefin: 10. janúar 2020
10. janúar 2020
GamanmyndDramaStríðsmynd
Leikstjórn Taika Waititi
Söguþráður Háðsádeila sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni um þýskan dreng úr Hitlersæskunni að nafni Jojo, sem kemst að því að einstæð móðir hans er með unga gyðingastúlku í felum á háaloftinu á heimili þeirra. Nú þarf Jojo að horfast í augu við blint þjóðernisofstækið sem hann er haldinn, ásamt ímynduðum vini sínum, fábjánanum Adolf Hitler.
Útgefin: 10. janúar 2020
10. janúar 2020
DramaStríðsmynd
Leikstjórn Sam Mendes
Söguþráður Tveir ungir breskir hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni fá erfitt verkefni: að afhenda skilaboð handan óvinalínu, sem munu koma í veg fyrir að þeirra eigin samherjar, þar á meðal bróðir annars þeirra, gangi í lífshættulega gildru.
Útgefin: 10. janúar 2020
10. janúar 2020
GamanmyndDrama
Leikstjórn Ragnar Bragason
Söguþráður Kerfisfræðingurinn Indíana Jónsdóttir býr einangruð í lítilli blokkaríbúð umkringd innflytjendum sem hún fyrirlítur. Í litlum garðskika við íbúðina stendur gullregn, verðlaunað tré sem er stolt hennar og yndi. Þegar einkasonurinn kemur heim með kærustu af erlendum uppruna snýst heimur Indíönu à hvolf.
Útgefin: 10. janúar 2020
17. janúar 2020
Drama
Söguþráður Lögfræðingurinn Bryan Stevenson berst fyrir lausn fanga af dauðadeild í fangelsi, en Walter McMillian var dæmdur til dauða árið 1987 fyrir morð á 18 ára gamalli stúlku, þrátt fyrir fjölda sönnunargagna sem bentu til sakleysis hans.
Útgefin: 17. janúar 2020
17. janúar 2020
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Joe Carnahan
Söguþráður Marcus Burnett er núna deildarstjóri í lögreglunni og Mike Lowery er í krísu. Þeir leiða saman hesta sína að nýju þegar albanskur málaliði, sem á harma að hefna þar sem þeir félagar drápu bróður hans, lofar þeim mikilvægum bónus.
Útgefin: 17. janúar 2020
24. janúar 2020
RómantískDrama
Leikstjórn Greta Gerwig
Söguþráður Uppvaxtarsaga fjögurra systra á árunum eftir borgarastyrjöldina í Bandaríkjunum, á seinni hluta 19. aldarinnar.
Útgefin: 24. janúar 2020
24. janúar 2020
DramaHrollvekja
Leikstjórn Floria Sigismondi
Söguþráður Ung kennslukona er ráðin til starfa af manni sem hefur fengið forræði yfir ungum frænda sínum og frænku, eftir dauða foreldranna. Myndin er nútímaútgáfa af sögu Henry James, The Turn of the Screw.
Útgefin: 24. janúar 2020
31. janúar 2020
Fjölskyldumynd
Leikstjórn Peter Segal
Söguþráður Grjótharður CIA leyniþjónustumaður á nú allt undir bráðþroska níu ára stúlku, eftir að hann fær það verkefni að fylgjast með fjölskyldu hennar á laun.
Útgefin: 31. janúar 2020
31. janúar 2020
DramaÆviágrip
Leikstjórn Marielle Heller
Söguþráður Sönn saga Fred Rogers, sem stjórnaði og bjó til barnaþættina MisteRogers´ Neighborhood.
Útgefin: 31. janúar 2020
31. janúar 2020
Drama
Leikstjórn Melina Matsoukas
Söguþráður Fyrsta stefnumót hjá karli og konu, tekur óvænta stefnu þegar lögreglan stoppar þau.
Útgefin: 31. janúar 2020
31. janúar 2020
Drama
Leikstjórn Ladj Ly
Söguþráður Stéphane gengur til liðs við lögregluna í Montfermeil árið 1993. Hann hittir nýja félaga, Chris og Gwada, og upplifir spennuna á milli ólíkra hópa í hverfinu.
Útgefin: 31. janúar 2020
7. febrúar 2020
SpennumyndGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn Cathy Yan
Söguþráður Eftir aðskilnað við Jókerinn, þá gengur Harley Quinn til liðs við ofurhetjurnar Black Canary, Huntress og Renee Montoya, sem ætla í sameiningu að bjarga ungri stúlku frá illum glæpaforingja.
Útgefin: 7. febrúar 2020
14. febrúar 2020
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Matthew Vaughn
Söguþráður Þegar samansafn verstu harðstjóra og glæpaforingja heimsins býr sig undir að efna til stríðs sem mun þurrka milljónir manna út af yfirborði Jarðar, er aðeins einn maður sem getur stöðvað þá.
Útgefin: 14. febrúar 2020
21. febrúar 2020
SpennumyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Jeff Fowler
Söguþráður Dreifbýlislögga frá Green Hills hjálpar Sonic að flýja frá yfirvöldum, sem vilja klófesta hann.
Útgefin: 21. febrúar 2020
21. febrúar 2020
SpennumyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Dave Wilson
Söguþráður Mafíósinn Ray Garrison er reistur upp frá dauðum, og fær í leiðinni ofurkrafta.
Útgefin: 21. febrúar 2020
21. febrúar 2020
ÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Chris Sanders
Söguþráður Lífsbarátta sleðahunds í Alaska.
Útgefin: 21. febrúar 2020
6. mars 2020
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Dan Scanlon
Söguþráður Tveir álfabræður á unglingsaldri, Ian og Barley Lightfoot, sem búa í úthverfi í ævintýraheimi, fara í ferð til að kanna hvort að enn séu einhverjir töfrar eftir í heiminum, til að þeir geti eytt einum degi með föður sínum, sem dó á meðan þeir voru of ungir til að muna eftir honum.
Útgefin: 6. mars 2020
13. mars 2020
SpennumyndÆvintýramynd
Söguþráður Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 13. mars 2020
13. mars 2020
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Adam Wingard
Söguþráður Hinn gríðarstóri api King Kong mætir hinu óstöðvandi japanska skrímsli Godzilla, og heimurinn horfir á og fylgist með hvort skrimslanna verður konungur.
Útgefin: 13. mars 2020
27. mars 2020
SpennumyndDramaÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Niki Caro
Söguþráður Ung kínersk þerna dulbýr sig sem karlkyns hermaður til að bjarga föður sínum.
Útgefin: 27. mars 2020
3. apríl 2020
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Josh Boone
Söguþráður Fimm stökkbreyttum er haldið föngnum í leynilegri byggingu, þar sem þau þurfa að berjast gegn eigin kröftum og hættum sem þeir hafa í för með sér, sem og syndum fortíðar. Þau eru ekki að fara að bjarga heiminum - þau eru bara að reyna að bjarga sjálfum sér.
Útgefin: 3. apríl 2020
8. apríl 2020
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Cary Fukunaga
Söguþráður Myndin hefst þar sem Bond er að slaka á í Jamaíka, eftir að hafa lagt byssuna á hilluna. En allt það breytist þegar gamall vinur hans Felix Leiter frá bandarísku leyniþjónustunni CIA kemur og biður um aðstoð.
Útgefin: 8. apríl 2020
15. maí 2020
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramyndFjölskyldumyndRáðgáta
Leikstjórn Tony Cervone
Söguþráður Teiknimynd upp úr hinum vinsælu teiknimyndasögum um Scooby-Doo. Hér segir frá því hvernig hann og vinur hans Shaggy verða í fremstu röð í að berjast gegn glæpum. Myndin er upprunasaga, og segir frá fyrstu kynnum þeirra félaga, og hitta Daphne, Velma og Fred.
Útgefin: 15. maí 2020
27. maí 2020
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Kenneth Branagh
Söguþráður Artemis Fowl II, er ungur írskur meistaraglæpón. Hann rænir Holly Short og krefst lausnargjalds, til að fjármagna leitina að föður sínum og endurreisn fjölskylduveldisins.
Útgefin: 27. maí 2020
5. júní 2020
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Patty Jenkins
Söguþráður Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 5. júní 2020
19. júní 2020
VísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTónlistarmyndTeiknimynd
Leikstjórn Pete Docter, Kemp Powers
Söguþráður Tónlistarmaður sem er búinn að tapa ástríðunni fyrir tónlistinni, er fluttur út úr líkamanum og þarf að rata aftur heim, með hjálp barnssálar sem er enn að læra á lífið.
Útgefin: 19. júní 2020
24. júní 2020
Spennumynd
Leikstjórn Joseph Kosinski
Söguþráður Söguþráður ókunnur að svo stöddu.
Útgefin: 24. júní 2020
15. júlí; 2020
SpennumyndSöguleg
Leikstjórn Christopher Nolan
Söguþráður Myndin gerist í alþjóðlegum heimi njósna.
Útgefin: 15. júlí 2020
17. desember 2021
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Cameron
Söguþráður Framhald Avatar frá árinu 2009.
Útgefin: 17. desember 2021