Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Prestige 2006

(Töframennirnir)

Justwatch

Frumsýnd: 12. janúar 2007

A Friendship That Became a Rivalry.

130 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Í lok nítjándu aldarinnar í London þá eru Robert Angier, ástkær eiginkona hans Julia McCullough og Alfred Borden vinir og aðstoðarmenn töframanns. Þegar Julia deyr slysalega í einu atriðinu, þá kennir Robert Alfed um dauða hennar og þeir verða óvinir. Báðir verða þeir síðan frægir töframenn og keppinautar á því sviði, og gera hvað þeir geta til... Lesa meira

Í lok nítjándu aldarinnar í London þá eru Robert Angier, ástkær eiginkona hans Julia McCullough og Alfred Borden vinir og aðstoðarmenn töframanns. Þegar Julia deyr slysalega í einu atriðinu, þá kennir Robert Alfed um dauða hennar og þeir verða óvinir. Báðir verða þeir síðan frægir töframenn og keppinautar á því sviði, og gera hvað þeir geta til að skemma fyrir hvorum öðrum. Þegar Alfred framkvæmir árangursríkt bragð, þá verður Robert að komast að því hvernig hann fór að því að framkvæma bragðið, með hörmulegum afleiðingum.... minna

Aðalleikarar

Are You Watching Closely ?
Christopher Nolan hefur aldrei gert lélega mynd. The Prestige er eitt meistaraverk af Nolan sjálfum en þarna kemur hann með eina stóra og geðveika og flókna flækju sem svínvirkar. Allar myndirnar eftir Chris Nolan hafa verið rosalega góðar og snúnar en samt hann er nú einn allra besti leikstjóri sem heimurinn hefur átt.

Hér er á ferðinni stórkostlegt meistaraverk. The Prestige segir söguna af Robert Angier (Hugh Jackman) og Alfred Borden (Christian Bale). Borden og Angier vinna hjá Cutter (Michael Caine) að hjálpa til með "magic show " (Galdrasýning) og þeirra hlutverk er að fara og binda konu fasta en Borden klikkar eitthvað smá og gerir smá breytingu fyrirvaralaust og hann veldur því slysi að konan sem er kærasta Angier deyr. Þannig að Borden hættir hjá Cutter og byrjar með sinn enginn "magic show " og þá byrjar samkeppnin á milli Borden og Angier. Þeir fara báðir að reyna sitt besta við að gera sig fræga og vera betri galdramaður en hinn. Angier vill fá sína hefnd á Borden og fer að gera honum illt verra og svo byrjar hálfgert stríð á milli þeirra. Þessi mynd hefur kennt mér það að alltaf treysta Chris Nolan fyrir öllu sem hann gerir. Þegar ég sá The Prestige fyrst þá var ég í sjokki lengi eftir og bara jafna mig svo þegar ég náði áttum þá vissi ég það að The Prestige er frábært meistaraverk.

The Prestige er 130 min mynd af góðu efni sem hefur unnið sér inn verðlaun , en persónulega finnst mér að hún eigi mikið meira skilið af verðlaunum en hún er með. Hugh Jackman sínir einnig nýjan leik á sínum karaktera feril. Hann lætur mann alveg trúa sér og láta mann finna fyrir honum. Christian Bale er með sinn frábæra leik eins og alltaf. Þarna fyrst fékk ég að vita hversu mikill leikari hann. David Bowie er með þarna góðann karakter, fyrst hélt ég að hann væri bara söngvari en hann getur þó leikið vel.

Söguþráðurinn er mjög frumlegur og svakalega flottur og geðveikt vandaður. Byrjunin byrjar mjög vel og heldur sínu striki. Endirinn hefur svakaleg áhrif á mann, þegar The Prestige er kominn á endasprettinn þá er maður ennþá meira límdur við myndina því endirinn er svo svakalega stór og frumlegur.

Einkunn: 9/10 - Rosalega góð og vel heppnuð mynd. Chris Nolan hefur görsamlega snúið blaðinu við og gert enn eitt meistaraverk. Sjáðu þetta meistaraverk. !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég man að fyrsta myndin sem ég sá sem Christopher Nolan (The Dark Knight, Memento) leikstýrði og skrifaði var Batman Begins. Ég var spenntur yfir því að Batman væri að koma aftur en vissi ekki við hverju mátti búast. Þegar ég sá hana varð ég ekki fyrir vonbrigðum en mér fannst hún ekkert sérstök. En þegar ég sá The Dark Knight fattaði ég að hann var snillingur. Þessvegna ákvað ég að horfa á The Prestige þegar hún var sýnd í sjónvarpinu. Og VÁ..... bara VÁ!!!
Þessi mynd er snillld.
Christian Bale (Public Enemies, The Dark Knight) var frekar lélegur. Hann leikur töframanninn Alfred Borden sem var líka dálítið légleg persóna. En eitt það besta við myndina var Hugh Jackman (X-man, Australia). Hann var bara frábær sem töframaðurinn Robert Angier.
Maðal aukaleikara eru Michael Caine (Austin Powers in Goldmember, Batman Begins), Scarlett Johansson (Lost in Translation, Iron Man 2), Andy Serkis (The Lord of the Rings myndirnar, King Kong) og David Bowie (Labyrinth, Zoolander) sem Tesla.

Quote:
Alfred Borden: Never show anyone. They'll beg you and they'll flatter you for the secret, but as soon as you give it up... you'll be nothing to them.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekki er allt sem sýnist
The prestige er frábær mynd! Söguþráðurinn er mjög frumlegur og fjallar um töframenn og þá sérstaklega um hvað þeir eru helteknir af einu töfrabragði. Í byrjun voru mennirnir tveir vinnufélagar en þegar eitt bragð fór alvarlega úrskeiðis hjá þeim hættu þeir samvinnu sinni og fóru að þróa sín eigin töfrabrögð ávallt í samkeppni við hvern annan. Það er áhugavert að sjá hvernig fer og sjá mennina fara algjörlega yfir móral línuna hjá venjulegu fólki. Í myndinni spilar karakter Scarlett Johanson stórt hlutverk á milli þeirra því þeir falla báðir fyrir henni. Micheal Caine stendur sig líka ofboðslega vel í hlutverki sínu, þar sem hann er vinur þeirra beggja en þarf svo að velja á milli. Ekki er hægt að segja meira um myndina því allt hitt kemur í ljós en þarf maður að hafa í huga að ekki er allt sem sýnist!

Myndin er frábærlega gerð og hef ég engar athugasemdir við hana að færa, Christopher Nolan hefur sannað sig eins og oft áður með batman myndirnar að hann kann að leikstýra og skila frá sér frábærri mynd. Áhorfandi myndarinnar mun velta sér upp úr söguþræðinum og hafa gaman af í langan tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Christopher Nolan er snillingur(Warnig, Spoiler).
Vá nú er ég búin að sjá 3 myndir(Batman Begins, Dark Knight og the Prestige) eftir Christopher Nolan og vá hvað þær eru góðar. En varðandi The Prestige þá var hún með æðislegan söguþráð. Tvemur galdramönnum(Robert Angier og Alfred Borden) sem voru vinir og verða óvinir eftir að kona annars þeirra deyr í áhættusömu galdrabragði sem fal í sér að láta hana oní kar fullt af vatni með bundið fyriir hendur og fætur og ná að losa sig og komast upp úr á no time, og það var Borden sem batt á hana hnútana og eftir það kennir Angier honum um dauða hennar.

Eðal leikara val í þessari mynd, Christian Bale er frábær leikari sem er búin að gera það mjög gott. Hugh Jackman(sem er ný kominn með bílpróf:P) stóð sig frábærlega, einn vinur minn kallar hann ýktan leikara sem ég skil ekki alveg. Svo er það Scarlett Johannson sem ég hef ekki séð svo margar myndir með því miður en þær sem ég hef sé var hún góð í eins og American Rhapsody. Svo var ég bara vá þegar ég sá David Bowie sem var svo svalur í The Prestige.

Brellunar voru mjög góðar í myndinni, manni fannst bara eins og það væri verið að gera töfrabrögðin í alvörinni í henni.

Þessi mynd hefur æðislegt plott sem bara slær mann í framan í enda myndarinar, allavega þá sem eru ekki góðir í að fatta plott snemma, sem á við með mig. Christopher Nolan er snillingur, þannig er það bara, ég hef heyrt að hann eigi ekki að leikstýra næstu Batman mynd en ætla að vona að hann gerir það.

Annars með The Prestige bara æðislega góð mynd með flottu plotti, söguþráð og öllu heila klabbinu.

10 stjörnur af 10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Prestige er alveg djöfulli góð mynd frá Christopher Nolan og lýsir í stuttu máli frá fjandskap tveggja töframanna í London og öðrum stöðum í Englandi við lok 19.aldarinnar. Gæðaleikararnir Hugh Jackman og Christian Bale leika þessa tvo töframenn og óhætt er að segja að þeir báðir standi sig frábærlega í þessum fagmannlega skrifuðu hlutverkum. Michael Caine virðist vera með stöðugt comeback þessa dagana og það er gott að sjá að hann hefur ekki enn glatað neistanum. The Prestige er mjög spennandi mynd, grípandi og sannfærandi og kemur sífellt á óvart. Vel er unnið úr góðum hugmyndum og endaplottið er mjög skemmtilegt. Persónurnar ná vel til manns(sérstaklega persónur Jackman's og Bale's)sem veldur því að maður lifir sig auðveldlega inn í atburðarrásina og er það snilldarleikstjórn Christopher Nolan's að þakka. Ég gef þó The Prestige ekki alveg fullt hús en það er bara vegna þess að mér finnst hún ekki ná því að vera gullmoli heldur er hún einungis frábær afþreying. Semsagt, stórgóð þriggja og hálfrar stjörnu mynd sem þú verður að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.02.2024

Oppenheimer: Hvellur og skellur brautryðjanda

Tómas Valgeirsson skrifar: “Now I Am Become Death, the Destroyer of Worlds” Þetta voru hin frægu orð J. Roberts Oppenheimer, oft kallaður ‘faðir atómsprengjunnar,’ en orðin koma úr trúartexta Hindúa. Lét han...

08.12.2020

Í vinnu hjá verstu streymisþjónustunni

Christopher Nolan, hinn virti kvikmyndagerðarmaður, er ekki par sáttur með ákvörðun Warner Bros. um að gefa kvikmyndir félagsins út á streymisþjónustu HBO Max á sama tíma og þær eiga að lenda í bíóhúsum vestanhafs. Hann...

20.06.2019

Kostar Tenet 28 milljarða króna?

Fyrstu kvikmyndirnar sem leikstjórinn Christoper Nolan bjó til kostuðu lítið fé á mælikvarða Hollywood. Following kostaði sex þúsund bandaríkjadali, eða 750 þúsund krónur, og Memento kostaði níu milljónir dala, eða jafnvirði um 1,1...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn