Næsta mynd Nolan væntanleg 2017

Næsta kvikmynd leikstjórans Christopher Nolan kemur út 21. júlí 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kvikmyndaverinu Warner Bros. christopher-nolan-batman1

Ekki er greint frá því hvað myndin heitir eða um hvað hún fjallar.

Nolan er þekktastur fyrir Batman-þríleikinn vinsæla. Einnig hefur hann gert myndir á borð við Inception og nú síðast, Interstellar.

Orðrómur var uppi um að leikstjórinn myndi næst taka að sér Ready Player One en Steven Spielberg hlaut verkefnið á endanum.

Það er því enn sem komið er algjör leyndardómur hver þessi nýja mynd Nolan er, sem margir hljóta samt að bíða eftir með mikilli eftirvæntingu.