Ný mynd Cooper beint á Netflix

Nýjasta kvikmynd leikarans og leikstjórans Bradley Cooper, sem var framleidd af Paramount kvikmyndaverinu árið 2018, og fjallar um hinn goðsagnakennda hljómsveitarstjóra Leonard Bernstein, er á leiðinni á Netflix, án frekari afskipta Paramount. Myndin er framleidd af leikstjóranum Martin Scorsese, og er því önnur myndin í röð úr smiðju Scorsese sem fer beint á streymisveituna, en […]

Kona gæti leikið Indiana Jones

Ready Player One leikstjórinn Steven Spielberg útilokar ekki að næsti Indiana Jones verði kona. Í samtali við breska dagblaðið The Sun segir Óskarsverðlaunaleikstjórinn að hann sé þess nokkuð viss að Indiana Jones 5 kvikmyndin, verði sú síðasta þar sem Harrison Ford, 75 ára,  leikur fornleifafræðinginn knáa, en þessi fimmta mynd yrði þó ekki sú síðasta […]

Tinni 2 enn á teikniborðinu

Steven Spielberg, leikstjóri Tinna myndarinnar sem frumsýnd var árið 2011, segist ekki vera búinn að slá hugmyndir um mynd númer 2 útaf borðinu. Tinni á fjölmarga aðdáendur hér á Íslandi sem vafalaust fagna þessum fréttum, enda er af nógu að taka í sagnaheimi hins unga og ákafa blaðamanns Tinna og vinar hans Kolbeins Kafteins. Steven […]

Spielberg á Írlandi að gera hrollvekju

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Steven Spielberg dvelur nú á Wicklow á Írlandi til að taka upp nýjustu kvikmynd sína, hrollvekjuna The Turning. Þetta kemur fram í írska blaðinu The Independent, en fyrirtæki Spielberg, Amblin Entertainment, framleiðir myndina. Verkefnið er sveipað miklum leyndarhjúp að sögn blaðsins, og harðbannað er að birta myndefni frá tökustað. Til að tryggja leyndina er […]

Áfangasigur frjálsrar fjölmiðlunar

-Taka skal fram að endanum er að hluta til ljóstrað upp í umfjöllun- „Pressan á að þjóna þeim sem er stjórnað en ekki þeim sem stjórna.“ Góður frasi sem heyrist í nýjustu Steven Spielberg myndinni „The Post“ en hún greinir frá mikilvægum kafla í frelsisbaráttu fjölmiðla þegar þeir fjalla um leynd og ósannsögli hjá eigin […]

Spielberg í heimi sýndarveruleika

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Steven Spielberg, Ready Player One, verður frumsýnd í mars á næsta ári. Glæný stikla úr myndinni var opinberuð í gær og einnig var gefið út plakat fyrir myndina um helgina. Það er hinn ungi og efnilegi Tye Sheridan sem fer með aðalhlutverkið, en hann hefur áður leikið í myndum á borð við […]

Björgunarleiðangur á Isla Nublar

Fyrsta stiklan úr Jurassic World: Fallen Kingdom var opinberuð í gærkvöldi og ef marka má hana þá er von á magnaðri skemmtun frá framleiðandanum Steven Spielberg. Chris Pratt og Bryce Dallas Howard snúa aftur í hlutverkum sínum ásamt því að Jeff Goldbum snýr aftur í hlutverki Dr. Ian Malcolm, sem margir þekkja úr gömlu myndunum. […]

Sló í gegn með hákarlatrylli

Þó að Steven Spielberg sé flestum að góðu kunnur er margt sem hinn almenni kvikmyndaáhugamaður veit ekki um kappann. Ný tveggja og hálfs klukkutíma löng heimildarmynd var sýnd á kvikmyndahátíðinni í New York, NYFF, á dögunum, en þar er varpað enn skýrara ljósi á líf og störf þessa vel þekkta og margverðlaunaða kvikmyndagerðarmanns. Myndin heitir einfaldlega […]

OASIS sýndarheimur Spielberg – Fyrsta kitla úr Ready Player One

Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg afhjúpaði í gær fyrstu kitlu fyrir næstu stórmynd sína, Ready Player One, sem kemur í bíó hér á Íslandi 28. mars á næsta ári, á Comic Con afþreyingarhátíðinni í San Diego í Bandaríkjunum sem nú stendur yfir.  Kvikmyndin er gerð eftir viðfrægri vísindaskáldsögu Ernest Cline.   Myndin fjallar um strák sem […]

Jurassic World verður þríleikur

Ákveðið hefur verið að þrjár Jurassic World-myndir verði gerðar. Leikstjóri næstu myndar verður hinn spænski JA Bayona. Hann segir að þríleikurinn verði trúr arfleið upphaflegu Jurassic Park-myndanna úr smiðju Steven Spielberg og bætir við að Colin Trevorrow, leikstjóri Jurassic World, hafi séð fyrir sér þrjár myndir. Jurassic World náði gríðarlegum vinsældum og sló alls kyns aðsóknarmet. […]

Óánægður með Spielberg myndirnar

Kvikmyndaleikarinn Shia LaBeouf segir, í nýju samtali við Variety kvikmyndaritið, að honum líki ekki við neina mynd sem hann hefur unnið með kvikmyndagerðarmanninum Steven Spielberg, að einni undanskilinni: fyrstu Transformers myndinni.  LaBeouf, sem lék aðalhlutverk undir stjórn Spielberg í Indiana Jones myndinni, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull, og einnig í Transformers, […]

Tinni 2 enn á dagskrá

Fimm ár eru nú liðin frá frumsýningu Tinna myndarinnar, The Adventures of Tintin: The Secret of the Unicorn, og ekkert virðist bóla á framhaldsmynd, eða myndum. Þessari fyrstu Tinna mynd, sem Steven Spielberg leikstýrði, gekk nokkuð vel í bíó og þénaði 374 milljónir Bandaríkjadala í sýningum um allan heim. Myndin átti að vera sú fyrsta […]

Stendur á sjö metra háum risa

Walt Disney kvikmyndaverið birti í dag fyrsta plakatið fyrir mynd sem margir bíða spenntir eftir, The BFG, sem gerð er eftir sögu Roald Dahl. Myndin er væntanleg á hvíta tjaldið 1. júlí nk. í leikstjórn Steven Spielberg sem nú er að leikstýra fyrir Disney í fyrsta skipti. Íslenski leikarinn Ólafur Darri Ólafsson leikur einmitt risa […]

Spielberg vill Ford í Indy 5

Steven Spielberg hefur mikinn áhuga á að gera fimmtu myndina um Indiana Jones áður en Harrison Ford verður áttræður.  Liðin eru 34 ár síðan fyrsta myndin, Raiders of the Lost Ark, kom í bíó. Sjö ár eru liðin síðan sú síðasta, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Scull, kom út. „Vonandi get ég […]

Spielberg-frumsýningu í París frestað

Frumsýningu spennutryllis Steven Spielberg, Bridge of Spies, var frestað í gærkvöldi vegna hryðjuverkaárásanna í París.  Leikstjórinn var á leið frá Berlín til Parísar til að vera viðstaddur frumsýninguna þegar voðaverkin voru framin. „Vegna harmleiksins í París höfum við frestað öllum kvikmyndaviðburðum okkar. Við stöndum með íbúum Parísar og hugsarnir okkar eru hjá öllum þeim sem […]

Handritshöfundur E.T. látinn

Melissa Mathison, handritshöfundur E.T.: the Extra-Terrestrial, lést í Los Angeles á miðvikudag, 65 ára.  Mathison, sem hlaut Óskarstilnefningu  árið 1983 fyrir handritið, hafði barist við krabbamein. „Hjarta Melissu var uppfullt af ást og örlæti og það skein jafnskært og hjartað sem hún gaf E.T.,“ sagði Steven Spielberg, leikstjóri E.T.. Mathison skrifaði einnig handritið að myndum […]

Allar 29 myndir Spielberg – Frá verstu til bestu

Í tilefni af útkomu Bridge of Spies í leikstjórn Steven Spielberg hefur vefsíðan Vulture birt lista yfir allar 29 kvikmyndir Spielberg, frá þeirri verstu til þeirrar bestu.  Hver er fremsti leikstjóri samtímans? Sumir myndu segja Steven Spielberg, á meðan aðrir nefna kappa á borð við Martin Scorsese eða Quentin Tarantino. Eitt er víst að Spielberg er líklega sá þekktasti um […]

Næsta mynd Nolan væntanleg 2017

Næsta kvikmynd leikstjórans Christopher Nolan kemur út 21. júlí 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kvikmyndaverinu Warner Bros.  Ekki er greint frá því hvað myndin heitir eða um hvað hún fjallar. Nolan er þekktastur fyrir Batman-þríleikinn vinsæla. Einnig hefur hann gert myndir á borð við Inception og nú síðast, Interstellar. Orðrómur var uppi um að leikstjórinn […]

Þetta vitum við um Jurassic World 2

Ýmsar upplýsingar hafa komið fram í dagsljósið undanfarið um framhald Jurassic World, sem hefur slegið rækilega í gegn í sumar. Nú þegar er hún orðin þriðja tekjuhæsta mynd allra tíma með yfir 1,5 milljarða dala í miðasölutekjur um heim allan en framleiðsla hennar kostaði „aðeins“ 150 milljónir dala.  Jurassic World 2 kemur út 22. júní vestanhafs […]

Semur við Sovétmenn – Fyrsta stikla úr Bridge of Spies!

Fyrsta stikla er komin út fyrir nýjustu mynd leikstjórans Steven Spielberg og leikarans Tom Hanks, Bridge of Spies. Þetta er í fjórða sinn sem þeir Spielberg og Hanks gera mynd saman, en Bridge of Spies er byggð á handriti þeirra Matt Charman og bræðranna Ethan Coen & Joel Coen. Miðað við stikluna hér að neðan þá er þarna […]

Bak við tjöldin: Jurassic Park

Nú þegar styttist í fjórðu Jurassic Park myndina þá er um að gera að rifja upp hvar ævintýrið byrjaði. Fyrsta myndin um Júragarðinn var frumsýnd árið 1993 og var leikstýrt af Steven Spielberg.  Jurassic Park er byggð á samnefndri bók eftir Michael Crichton frá árinu 1990. Myndin fjallar um eyju þar sem tekist hefur að endurskapa risaeðlur með nútímatækni. Júragarðurinn var langvinsælust kvikmynda […]

Spielberg að endurgera West Side Story?

Leikstjórinn Steven Spielberg er sagður ætla að endurgera hina klassísku kvikmynd West Side Story, sem var gerð árið 1961 og vann alls 10 Óskarsverðlaun, þar á meðal fyrir bestu kvikmynd. Spielberg leikstýrði síðast Lincoln og hefur verið orðaður við kvikmyndina American Sniper, en sú mynd virðist vera á bið þessa stundina. Leikstjórinn hefur áður gert […]

Besta mynd Kubricks í hendur Luhrmann?

Í vor sagði Steven Spielberg frá því að hann ætlaði að búa til stuttseríu fyrir sjónvarp um Napoleon Bonaparte Frakklandskeisara eftir ónotuðu kvikmyndahandriti leikstjórans goðsagnakennda Stanley Kubrick. Síðustu fregnir af verkefninu herma að franski leikstjórinn Baz Luhrmann, sem gerði nú síðast The Great Gatsby, sé orðaður við leikstjórastólinn fyrir seríuna. Samkvæmt Deadline vefnum þá sagði […]

Spielberg langar til Kína

Stjörnuleikstjórinn Steven Spielberg ætlaði að taka hressilega U-beygju eftir að hann leikstýrði Lincoln, myndinni um 16. forseta Bandaríkjanna, Abraham Lincoln, og snúa sér að vélmennatryllinum Robopocalypse. Þegar það verkefni var lagt á hilluna, komið langt á leið, beindi hann athygli sinni að stríðsdramanu American Sniper með Bradley Cooper í aðalhlutverkinu. En þegar ekki tókst að […]

Spielberg hættur við American Sniper

Steven Spielberg er hættur við að leikstýra myndinni American Sniper með Bradley Cooper í aðalhlutverki. Samkvæmt vefsíðunni The Wrap voru Spielberg og kvikmyndaverið Warner Bros. ósammála um hversu miklum pening ætti að eyða í myndina og ákvað leikstjórinn að hverfa á braut. Þrátt fyrir það ætlar Cooper áfram að leika aðalhlutverkið og taka þátt í […]

Gerir mynd um mann sem drap 160 manns

Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg hefur staðfest að næsta mynd sem hann mun leikstýra á eftir Óskarsverðlaunamyndinni Lincoln verði kvikmyndagerð bókarinnar American Sniper, sem er sjálfsævisaga sérsveitarmannsins Chris Kyle, en hann var skotinn til bana á skotæfingasvæði fyrr á þessu ári. Silver Linings Playbook og Hangover stjarnan Bradley Cooper mun leika aðalhlutverkið, hlutverk Chris Kyle, ásamt […]

Spielberg gerir kvikmynd um Obama – Myndband

Leikstjórinn Steven Spielberg sýndi myndband á kvöldverði í Hvíta húsinu um helgina þar sem hann kynnti nýjustu kvikmynd sína „Obama“. Eftir vinsældir Lincoln þá velti Spielberg fyrir sér um hvað næsta kvikmynd hans yrði. Spielberg segir að hann hafi vaknað eina nóttina og fengið vitrun, nú skyldi hann gera kvikmynd um Bandaríkjaforsetann, Barack Obama. Í […]

McConaughey í næstu mynd Nolan

Matthew McConaughey hefur staðfest að hann muni leika í næstu mynd Christopher Nolan, Interstellar. Í síðustu viku greindu fréttamiðlar frá því að McConaughey hefði verið boðið hlutverkið og nú er ljóst að hann verður með í myndinni. Interstellar er vísindaskáldsögumynd sem er undir áhrifum frá hugmyndum eðlisfræðingsins og sérfræðingsins í afstæðiskenningu Albert Einstein,  Kip S. […]

Spielberg aðlagar handrit eftir Kubrick

Steven Spielberg er þessa dagana að vinna í handriti sem Stanley Kubrick skrifaði um stórmennið Napóleon Bónaparte. Um er að ræða leikna sjónvarpsþætti, ekki kvikmynd. Kubrick skrifaði handritið árið 1961 og lagði á sig mikla undirbúningsvinnu á sínum tíma og var handritið upphaflega skrifað sem kvikmynd. Framleiðendur trúðu ekki á verkefnið og vildu ekki fjárfesta í því svo það […]

Gremlins viðræður aftur í gang

Vulture vefmiðillinn greinir frá því að Warner Bros. kvikmyndafyrirtækið eigi nú í viðræðum við fyrirtæki leikstjórans og framleiðandans Steven Spielberg, Amblin Entertainment, um að endurræsa ( reboot ) hryllings-gamanmyndina Gremlins frá árinu 1984. Eftir fyrstu myndina var gerð ein framhaldsmynd sem frumsýnd var árið 1990. Myndin segir frá því þegar strákur í ógáti, brýtur þrjár mikilvægar reglur […]