Ástir og dramatík, söngur og dans

Söngleikjamyndin West Side Story í leikstjórn Steven Spielberg kemur í bíó í dag en um er að ræða aðra kvikmyndaútgáfu í fullri lengd af þessum vinsæla söngleik frá árinu 1957.

Hér er bæði drama og rómantík á ferðinni. Forboðin ást og átök á milli Jets og Sharks, tveggja unglingagengja af ólíkum kynþætti.

Með aðalhlutverk, þeirra Tony og Mariu, fara Ansel Elgort og Rachel Zegler ásamt þeim Ariana DeBose, David Alvarez, Mike Faist og Rita Moreno.

Tónlistin í myndinni er eftir hið rómaða tónskáld og hljómsveitarstjóra Leonard Bernstein og söngtexta gerði Stephen Sondheim.

Tökur myndarinnar fóru fram í Harlem í New York og á öðrum tökustöðum í Manhattan sem og í Flatlands í Brooklyn í júlí árið 2019. Einnig var tekið upp í tíu daga í Paterson í New Jersey þar sem smíðuð var sviðsmynd utan dyra í ágúst 2019. Einnig var skotið í Newark og annars staðar í Essex County í New Jersey. Tökum lauk 27. september 2019 eftir samtals 79 daga törn.

Hér fyrir neðan eru tvö skemmtileg myndbönd þar sem við fáum að kynnast aðalpersónum myndarinnar. Annarsvegar Mariu og Tony og hinsvegar Anitu, vinkonu Mariu og kærustu Bernardo.

Anita