Náðu í appið
West Side Story
Bönnuð innan 6 ára

West Side Story 1961

Aðgengilegt á Íslandi

The Screen Achieves One of the Great Entertainments in the History of Motion Pictures

152 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 86
/100
Vann 10 Óskarsverðlaun og þrenn Golden Globe verðlaun.

West Side Story er margverðlaunuð kvikmyndagerð á hinni sígildu sögu Rómeó og Júlía. Tvær fjölskyldur sem hatast breytast í tvö stríðandi bófagengi í New York - hvíta Jets gengið sem Riff leiðir, og the Puerto Rican Sharks, undir stjórn Bernardo. Hatur þeirra vex upp að því marki að allt misskilst á versta veg. En þegar besti vinur Riff ( og fyrrum meðlimur... Lesa meira

West Side Story er margverðlaunuð kvikmyndagerð á hinni sígildu sögu Rómeó og Júlía. Tvær fjölskyldur sem hatast breytast í tvö stríðandi bófagengi í New York - hvíta Jets gengið sem Riff leiðir, og the Puerto Rican Sharks, undir stjórn Bernardo. Hatur þeirra vex upp að því marki að allt misskilst á versta veg. En þegar besti vinur Riff ( og fyrrum meðlimur Jet ) Tony og yngri systir Bernardo, Maria, hittast á dansleik, þá getur enginn gert neitt til að stöðva ást þeirra. Maria og Tony byrja að hittast á laun, og áætla að flýja saman. Þá skipuleggja gengin bardaga undir hraðbrautinni - og sá hópur sem sigrar mun fá yfirráð yfir hverfinu. Maria sendir Tony til að stöðva átökin, og vonar að hægt verði að koma í veg fyrir ofbeldið. Það mistekst herfilega, og áður en elskendurnir vita hvað gerðist, þá gerist sorgaratburður og hættir ekki fyrr en endirinn kemur sem allir þekkja. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


West Side Story er talin ein besta mynd sögunnar. Hún fékk 10 óskarsverðlaun en metið er 11. Myndin er um tvær klíkur á Vesturströndinni Jets og Sharks. Myndin byrjar á bardaga milli þeirra en þá hótar maður þeim fangavist ef klíkurnar hætti ekki að berjast. Þá fara þær mjög lúmskulega að því að plana næsta bardaga. Á meðan því stendur verður systir foringja Jets og einn meðlimur úr Sharks ástfangin. En bardaginn verður og tveir deyja. Svo kemur endir með einu banaskoti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Klassísk og marglofuð óskarsverðlaunamynd sem hlaut 10 óskarsverðlaun, þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins 1961, fyrir einstaka leikstjórn snillinganna Jerome Robbins og Robert Wise, ennfremur fyrir leikkonu í aukahlutverki og leikara í aukahlutverki, stórkostlega kvikmyndatöku, gullfallega búninga, þá fékk aðalleikkonan Natalie Wood sérstakan heiðursóskar og fékk hún einnig verðlaun fyrir klippingu og síðast en ekki síst einstaklega góða og einkar eftirminnilega tónlist meistarans Leonards Bernstein, sem enn í dag er jafn óaðfinnanlega góð og vel heppnuð og hún var er hún kom fyrst fram í þessari stórkostlegu kvikmynd. Í henni er sagan af Rómeó og Júlíu færð til nútímans frá Verónu á Ítalíu til Manhattan á New York. Við kynnumst hér elskendunum Tony og Maríu sem tilheyra hvort sinni unglingaklíkunni þar, þegar hópunum lýstur loks saman fer allt alveg gersamlega úr böndunum. Foringi annarrar klíkunnar er drepinn fyrir slysni og Tony fellir banamann hans sem er bróðir Maríu, í hefndarskyni. Ástarsaga Tony og Maríu hlýtur harmsöguleg endalok í þessari stórkostlegu, einstöku og ógleymanlegu kvikmynd. Þær Natalie Wood sem lék Maríu og Rita Moreno er lék Anítu, mágkonu Maríu hlutu báðar verðskulduð óskarsverðlaun fyrir leik sinn og ennfremur George Chakiris sem átti stórleik í hlutverki Bernando, bróður Maríu. Af öðrum aðalhlutverkum má ekki gleyma þeim Richard Beymer í hlutverki Tony, Russ Tamblyn sem er stórfenglegur í hlutverki klíkuforingjans Riff, og að lokum Simon Oakland sem er mjög góður í hlutverki Schranks lögregluforingja. Hér er því á ferðinni sannkallað meistaraverk sem hefur staðist tímans tönn afar vel og er enn í dag; fjörutíu árum eftir gerð hennar jafn stórfengleg og eftirminnileg og hún var þá. Þeir sem ekki hafa séð hana ráðlegg ég að drífa í því sem fyrst. Þetta er ódauðlegt stórvirki sem er ennþá heillandi, sérstaklega vegna stórleiks aðalleikaranna og hinnar fallegu tónlistar sem setur svo sterkan svip á hana. Fjögurra stjarna meistaraverk sem ég mæli eindregið með henni. Óviðjafnanleg!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn