Náðu í appið

Somebody Up There Likes Me 1956

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
Rotten tomatoes einkunn 86% Audience

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Paul Newman leikur hér fyrrverandi milliviktar heimsmeistara í hnefaleikum Rocky Graziano (ekki rugla saman við Rocky Marciano). Myndin byggist á sjálfsæfisögu Rocky og fjallar um líf hans frá því að vera smákrimmi í fátækrahverfum New York og þar til hann verður heimsmeistari. Newman er frábær í þessu hlutverki og það box sem maður fær að sjá er mjög vel útfært. Annars er myndin í heild sinni dúndur þétt og í raun ein besta mynd sem ég hef séð. Mæli með henni fyrir alla sem njóta þess að horfa á vandaðar kvikmyndir gamlar eða nýjar. Meistaraverk.

Þetta er fyrsta Newman myndin sem ég horfi á eftir fráfall hans 26. september síðastliðinn. Klárlega einn besti leikari sögunnar, ansi sorglegt að sjá á eftir honum.

Steve McQueen leikur lítið hlutverk í myndinni. Það er fyrsta hlutverk McQueen í kvikmynd. James Dean átti að leika aðalhlutverkið en Newman fékk það þegar Dean dó í bílslysi. Myndin er start-hvít.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn