Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
West Side Story er fyrsta söngleikjamyndin sem Steven Spielberg leikstýrir. Hann hefur reyndar áður gert hina hálf-sjálfsævisögulegu tónlistarmynd Reel to Reel, snemma á níunta áratug síðustu aldar, en hætt var við verkefnið á endanum.
Eitt þekktasta kvikmyndatónskáld í heimi, John Williams, var fengið inn sem ráðgjafi í myndina. Williams lék einleik á píanó í West Side Story frá árinu 1961.
Myndin er tileinkuð föður Steven Spielbrerg, Arnold Spielberg, sem lést árið 2020, árið sem upphaflega átti að frumsýna myndina á.
Í þessari útgáfu kvikmyndarinnar þá klæðast ameríkanar bláum og köldum litum en suður-ameríkanar klæðast brúnum og hlýjum litum. Þó eru frávik frá þessu eins og í klæðnaði Valentinu, sem klæðist blönduðum litum ( kannski af því að hún er gift ameríkana ), í klæðnaði Tony sem byrjar að vera í brúnum og drapplituðum jakka og í klæðnaði Maríu sem klæðist bláum kjól sama kvöld og slagurinn er ( kannski til að vera í stíl vegna þess að þau elska hvort annað ). Ennfremur klæðist Anita dökkbláum kjól sama kvöld.
Í útgáfu myndarinnar frá árinu 1961 þá eru flestir þeir sem leika fólk frá Puerto Rico ekki frá Puerto Rico. Tvær aðalpersónurnar, Berdardo og Maria, voru leikin af grísk-bandarískum manni og rússnesk-bandarískri konu. Steven Spielber sagði að allir leikarar í nýju myndini ættu að vera af suður-amerísku bergi brotnir og er 2/3 hluti puerto rícanskra persóna leikinn af fólki frá Puerto Rico.
Myndin er þremur mínútum lengri en sú frá árinu 1961.
Þetta er fyrsta endurgerð Steven Spielberg síðan hann gerði War of the Worlds árið 2005.
Þetta er sjötta kvikmynd Steven Spielberg án John Williams sem höfundar tónlistar. Hinar eru Duel (1971), Twilight Zone: The Movie (1983), The Color Purple (1985), Bridge of Spies (2015) o gReady Player One (2018).
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$100.000.000
Tekjur
$74.530.532
Vefsíða:
www.20thcenturystudios.com/movies/west-side-story
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
1. janúar 2022