Spielberg vill Ford í Indy 5

Steven Spielberg hefur mikinn áhuga á að gera fimmtu myndina um Indiana Jones áður en Harrison Ford verður áttræður. indiana-jones

Liðin eru 34 ár síðan fyrsta myndin, Raiders of the Lost Ark, kom í bíó. Sjö ár eru liðin síðan sú síðasta, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Scull, kom út.

„Vonandi get ég einn góðan veðurdag búið til Indiana Jones V. Ég vonast til þess áður en Harrison Ford verður áttræður og áður en ég verð mikið eldri,“ sagði Spielberg, sem er 68 ára, í viðtali við frönsku útvarpsstöðina RTL.

Ford, sem er 73 ára, sést næst á hvíta tjaldinu í hlutverki Han Solo í Star Wars: The Force Awakens.