Ford vill drepa Indiana Jones

Vefsíðan ShowBizSpy segir frá því að leikarinn Harrison Ford vilji óður leika fornleifafræðinginn eitursvala Indiana Jones í fimmtu myndinni, sem nú er verið að skrifa handritið að. En þeir vilja einnig meina að leikarinn hafi sett þau skilyrði að persónan myndi láta lífið í myndinni, og að það yrði hans síðasta.

„Harrison finnst það besta í stöðunni vera að láta Indy deyja og að næstu myndir fjalli um son hans. George [Lucas] er mjög mótfallinn því en Steven [Spielberg] er að íhuga það.“

Það er varla mannsbarn sem ekki þekkir til Indiana Jones, en síðasta myndin, Indiana Jones & the Kingdom of the Crystal Skull fékk vægast sagt blendna dóma.

– Bjarki Dagur