Kona gæti leikið Indiana Jones

Ready Player One leikstjórinn Steven Spielberg útilokar ekki að næsti Indiana Jones verði kona. Í samtali við breska dagblaðið The Sun segir Óskarsverðlaunaleikstjórinn að hann sé þess nokkuð viss að Indiana Jones 5 kvikmyndin, verði sú síðasta þar sem Harrison Ford, 75 ára,  leikur fornleifafræðinginn knáa, en þessi fimmta mynd yrði þó ekki sú síðasta […]

Óánægður með Spielberg myndirnar

Kvikmyndaleikarinn Shia LaBeouf segir, í nýju samtali við Variety kvikmyndaritið, að honum líki ekki við neina mynd sem hann hefur unnið með kvikmyndagerðarmanninum Steven Spielberg, að einni undanskilinni: fyrstu Transformers myndinni.  LaBeouf, sem lék aðalhlutverk undir stjórn Spielberg í Indiana Jones myndinni, Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull, og einnig í Transformers, […]

Indiana Jones snýr aftur 19. júlí 2019!

Disney kvikmyndafyrirtækið hefur nú tilkynnt opinberlega að ný Indiana Jones mynd, sú fimmta í röðinni, með Harrison Ford enn á ný í titilhlutverkinu, verði frumsýnd 19. júlí árið 2019. Ford verður orðinn 77 ára gamall þegar myndin verður frumsýnd. Steven Spielberg leikstýrir myndinni, en hann hefur leikstýrt öllum Indiana Jones myndunum. Ekki er minnst á George […]

Disney staðfestir Indiana Jones framhald

Disney hefur staðfest að fornleifafræðingurinn og ævintýrahetjan Indiana Jones muni mæta til leiks í nýrri mynd, eftir margra mánaða vangaveltur þar um. Forstjóri Disney, Bob Iger, tilkynnti þetta í myndbandsviðtali við Bloomberg fréttaveituna og lofaði þar að „fleiri frábærar sögur úr sagnabálkum George Lucas, Star Wars og Indiana Jones, væru á leiðinni.“ Steven Spielberg, leikstjóri […]

Allar 29 myndir Spielberg – Frá verstu til bestu

Í tilefni af útkomu Bridge of Spies í leikstjórn Steven Spielberg hefur vefsíðan Vulture birt lista yfir allar 29 kvikmyndir Spielberg, frá þeirri verstu til þeirrar bestu.  Hver er fremsti leikstjóri samtímans? Sumir myndu segja Steven Spielberg, á meðan aðrir nefna kappa á borð við Martin Scorsese eða Quentin Tarantino. Eitt er víst að Spielberg er líklega sá þekktasti um […]

Spielberg vill Pratt sem Indiana Jones

Steven Spielberg er sagður ætla að leikstýra endurræsingu á Indiana Jones myndunum, og sagt er að hann vilji fá Guardians of the Galaxy leikarann Chris Pratt til að leika hinn ævintýragjarna fornleifafræðing Dr. Jones, sem Harrison Ford lék í fjórum myndum, eins og frægt er orðið. Fyrr á þessu ári sagði Deadline frá því að leikstjórinn, […]

Sverðamaðurinn úr Indiana Jones látinn

Maðurinn sem kom fram í einni minnisstæðustu senunni í fyrstu Indiana Jones myndinni, og mundaði þar bjúgsverð af mikilli fimi, áður en Harrison Ford í hlutverki Jones,  lyfti byssunni og skaut hann sallarólegur, Terry Richards, er látinn, 81 árs að aldri. Terry átti að baki fimm áratuga langan leikferil, og átti einnig í höggi við […]

Ford vill annað Indiana Jones ævintýri

Þó að leikarinn Harrison Ford sé orðin 71 árs, þá hefur hann ekki gefist upp á einni frægustu persónu sinni, Indiana Jones. „Við höfum séð persónuna vaxa og dafna í gegnum árin og það er fullkomnlega eðlilegt að hann mæti aftur á hvíta tjaldið, þó hann þurfi endilega ekki að slást eins mikið og í […]

Spielberg vildi leikstýra Bond

Steven Spielberg bauðst einu sinni til að leikstýra James Bond-mynd en var hafnað. Þetta var á áttunda áratugnum þegar hann hitti framleiðandann Albert R. Broccoli. „Ég fór til Cubby Broccoli og spurði hvort ég mætti gera eina og hann sagði: „Nei,“ sagði Spielberg við Daily Mail. „Ég spurði aldrei aftur. Í staðinn gerði ég Indiana […]

Spielberg skammast sín fyrir Indiana Jones 4

Í tilefni 30 ára afmæli útgáfu Raiders of the Lost Ark héldu þeir félagar Steven Spielberg og Harrison Ford sérstaka sýningu á myndinni í Los Angeles. Þegar myndinni lauk gátu aðdáendur spurt þá spjörunum úr og kom ýmislegt skemmtilegt í ljós. Spielberg uppljóstraði að upprunalega átti Ford að fara með hlutverk Dr. Alan Grant í […]

LaBeouf um framtíð Transformers og Indiana Jones

Hvort sem þú fýlar hann eða ekki hefur Shia LaBeouf aldeilis slegið í gegn undanfarin ár. Þrátt fyrir unga aldur hefur hann farið með stór hlutverk í nokkrum stærstu myndum síðari ára, en þar má helst nefna Transformers seríuna og Indiana Jones & the Kingdom of the Crystal Skull. LaBeouf vinnur nú hörðum höndum að […]

Jurassic Park lagið 1000% hægar

Tónskáldið John Williams er fyrir löngu orðinn goðsögn í heimi kvikmynda en hann hefur skapað ógleymanlega tónlist fyrir myndir á borð við Superman, Star Wars, Indiana Jones og Jurassic Park. Stefin úr þessum myndum þekkir nánast hvert mannsbarn. Nú hefur verið sett á netið breytt útgáfa af Jurassic Park lagi Williams, en í þessi ‘útfærsla’ […]

Ford vill drepa Indiana Jones

Vefsíðan ShowBizSpy segir frá því að leikarinn Harrison Ford vilji óður leika fornleifafræðinginn eitursvala Indiana Jones í fimmtu myndinni, sem nú er verið að skrifa handritið að. En þeir vilja einnig meina að leikarinn hafi sett þau skilyrði að persónan myndi láta lífið í myndinni, og að það yrði hans síðasta. „Harrison finnst það besta […]

Harrison Ford snýr aftur sem Indiana Jones – Verður Connery með?

Bandaríski leikarinn Harrison Ford segist reiðubúinn að setja aftur upp hattinn og taka svipuna af hillunni, í fimmtu myndinni um fornleifafræðinginn Indiana Jones. Ford, sem orðinn er 68 ára gamall, segir að þeir George Lucas framleiðandi og Steven Spielberg leikstjóri, séu með þetta í undirbúningi. Ford segir: „Ef það er eitthvað sem við þrír getum […]