Jurassic Park lagið 1000% hægar

Tónskáldið John Williams er fyrir löngu orðinn goðsögn í heimi kvikmynda en hann hefur skapað ógleymanlega tónlist fyrir myndir á borð við Superman, Star Wars, Indiana Jones og Jurassic Park. Stefin úr þessum myndum þekkir nánast hvert mannsbarn. Nú hefur verið sett á netið breytt útgáfa af Jurassic Park lagi Williams, en í þessi ‘útfærsla’ felst í því að hægt hefur verið á laginu um 1000%.

Margir muna að stefið úr Inception, sem gerði allt vitlaust á síðasta ári, gerði svipað með laginu ‘Non, je ne regrette rien“ eftir Edith Piaf. Jurassic Park lagið, sem má finna hér fyrir neðan, verður heldur betur drungalegra en undarlega róandi og fallegt þegar hægt hefur verið á því. Lagið er rúm klukkustund að lengd, en það er um að gera að spila það í bakgrunninum á meðan þú vafrar um kvikmyndir.is.

Jurassic Park Theme (1000% Slower) by birdfeeder

– Bjarki Dagur