Náðu í appið
33
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Jurassic Park 1993

(Júragarðurinn)

An Adventure 65 Million Years In The Making

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 68
/100
Vann þrjú Óskarsverðlaun; fyrir hljóð, hljóðbrellur og tæknibrellur. Vann BAFTA verðlaun fyrir tæknibrellur. Fjöldi annarra verðlauna og tilnefninga, svo sem tilnefning John Willams fyrir tónlist á Grammy hátíðinni.

Vegna stórkostlegra tækniframfara hefur mönnum nú tekist að búa til eyju sem er full af lifandi risaeðlum. John Hammond, skapari garðsins, býður fjórum einstaklingum, ásamt afabörnum sínum, að koma með sér til Júragarðsins, eins og eyjan er kölluð. En nú er spurning hvort að þeim sé óhætt á eyjunni, og hvort allt fer eins og áætlað var. Til dæmis... Lesa meira

Vegna stórkostlegra tækniframfara hefur mönnum nú tekist að búa til eyju sem er full af lifandi risaeðlum. John Hammond, skapari garðsins, býður fjórum einstaklingum, ásamt afabörnum sínum, að koma með sér til Júragarðsins, eins og eyjan er kölluð. En nú er spurning hvort að þeim sé óhætt á eyjunni, og hvort allt fer eins og áætlað var. Til dæmis gæti það sett strik í reikninginn þegar einn af starfsmönnum garðsins reynir að stela risaeðlufóstrum og til að bregðast við því þarf að slökkva á öllu rafmagninu í garðinum. Heimsóknin er nú við það að breytast í martröð og menn verða að berjast fyrir lífi sínu. ... minna

Aðalleikarar


Fyrsta og besta Jurassic Park myndin. Einhver gaur finnur leið til að búa til risaeðlur og býður virtustu riseðlufræðingum heims til að samþykkja öryggisreglur og eitthvað þannig svo bregst öryggiskerfið og allt fer til fjandans. Sam Neill virkar sem svona risaeðlufræðingur og Jeff Goldblum sem einhverskonar doktor. Aðrir leikarar standa sig líka vel. Söguþráðurinn er góður og tónlistin flott.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tímamótamynd á sínum tíma og héldu menn að þeir gætu haldið áfram á sömu nótum, en það var ekki rétt. Vakti þessi mynd einskonar áhuga á risaeðlum í um það bil eitt ár, en svo ekki meir. Sniðugar hugmyndir á lausn ýmissa vandamála og flottar risaeðlur sem að gera mann vel skelkaðann. Það má horfa á þessa svona tvisvar sinnum en ekki meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég var lítill voru risaeðlur eina áhugamálið mitt og ég kunni öll nöfnin á þeim. Þessvegna var Jurassic Park uppáhalds myndin mín þegar ég var lítill. Núna finnst mér hún ennþá snilld. Auðjöfur býr til garð með fullt af klónuðum risaeðlum sem eru búnar til úr DNA genum frá eldgömlum moskítóflugum sem hafa sogið blóð úr risaeðlum á Júratímabilinu en hafa grafist í sandin. En allt fer til fjandans og risaeðlurnar sleppa og nokkrir gestir og starfsmenn þurfa að komast út úr þessu klúðri. Steven Spielberg er svo sannerlega snillingur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jurassic Park sem er leikstýrt af Steven Spielberg er meistaraverk. Michael Crichton skrifaði þessa meistaralegu skáldsögu og nú er hún kominn í kvikmyndaheiminn. Í fyrsta lagi eru risaeðlunar óvenjulega raunverulegar og í öðru lagi eru frábærir leikarar eins og Sam Neil og Jeff Goldblum sem leika einstaklega vel í myndinni og í þriðja lagi er söguþráðurinn mjög góður. Myndin er um milljónamæring að nafni John Hammond sem stofnar garð á lítilli eyju fullan af klónuðum risaeðlum. Hann notar DNA úr margra milljóna gömlum moskítóflugum sem hafa verið á tímum risaeðlanna sem hafa sogið blóð úr mismunandi risaeðlum og þannig klónar hann þær. Garðurinn verður rosa vinsæll, en allt fer svo úrskeiðis þegar margar risaeðlur sleppa úr búrum sínum. Maður að nafni Dr. Alan Grant sem rannsakar risaeðlur og kona hans og börn eru einmitt á sama tíma þarna og þau þurfa að lifa af allar kjötæturnar sem þau eiga eftir að hitta og komast af þessari hrikalegri eyju. Steven Spielberg hefur átt mjög góðan feril en Jurassic Park og JP2 The Lost World eru án efa bestu myndirnar hans hingað til. Þegar ég sá fyrst Jurassic Park fannst mér hún mjög áhugaverð, spennandi og fyndinn. Þetta er frábær afþreying fyrir krakka sem hafa gaman af flottum tæknibrellum og raunverulegum risaeðlum. Það ætti enginn að láta þessa frábæru mynd fara framhjá sér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Algjör geimsteinn af kvikmynd ! Doctor einum hefur tekist að búa til riseðlur , lifandi risaeðlur og sett þær í skemmtigarð einn á afskektri eyju út í miðjarðarhafi. Sam Neill er þarna og þegar allt fer úrskeiðis þá er komið að honum að bjarga deginum. Ein og aðrar myndir Spielbergs þá er allt lagt í tæknibrellur og handrit og það kemur út fullkomlega vel í þessari mynd ! Sjáið þessa !

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.02.2024

Engin líkari mér en þessi persóna

Bryce Dallas Howard, aðalleikkona njósnamyndarinnar Argylle, sem komin er í bíó á Íslandi, segir að persónan sem hún leikur, hlédrægur njósnasöguhöfundur sem lendir í hringiðu alvöru neðanjarðar glæpasamtaka, sé lík...

11.06.2022

Risaeðlur fá risaaðsókn

Risaeðlutryllirinn Jurassic World Dominion sem frumsýnd var fyrir helgi hér á landi og víða um heim stefnir í tekjur samtals upp á 386 milljónir Bandaríkjadala af sýningum á heimsvísu þessa helgina, eða rúmlega 51 ...

15.04.2021

Mikkelsen í næstu Indiana Jones

Danska stórstjarnan Mads Mikkelsen mun fara með eitt af aðalhlutverkum fimmtu kvikmyndarinnar um fornleifafræðinginn og ævintýramanninn Indiana Jones, en frá þessu er greint í Deadline. Mikkelsen hefur verið á vörum margr...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn