Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Stir of Echoes 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. janúar 2000

Some doors weren't meant to be opened.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 67
/100

Tom er ósköp venjulegur maður og vinnur sem línumaður hjá símafyrirtæki. Hann á ungan son, og eiginkonu sem er ófrísk, og hann fer reglulega út með vinum sínum í hverfinu sem hann býr í í Chicago. Þegar hann fer eitt sinn í partý þá dáleiðir mágkona hans hann, og hann fer í djúpan dásvefn. Áður en hún vekur hann af svefninum, þá stingur hún upp... Lesa meira

Tom er ósköp venjulegur maður og vinnur sem línumaður hjá símafyrirtæki. Hann á ungan son, og eiginkonu sem er ófrísk, og hann fer reglulega út með vinum sínum í hverfinu sem hann býr í í Chicago. Þegar hann fer eitt sinn í partý þá dáleiðir mágkona hans hann, og hann fer í djúpan dásvefn. Áður en hún vekur hann af svefninum, þá stingur hún upp á því að hann haldi huga sínum opnum. Þetta kvöld þá sér hann ofbeldi í leiftursýn og draug ungrar konu. Sonur hans er einnig móttækilegur fyrir hlutum, en á meðan drengurinn tekur sýnunum af ró og yfirvegun þá er Tom órólegur og veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Smátt og smátt kemur saga ungu konunnar upp á yfirborðið, og Tom fer að leita að líki hennar sem setur hann og konu hans, sem alla jafna er mjög skilningsrík, í mikla hættu.... minna

Aðalleikarar


Það stór sá á bíósætinu sem ég sat í eftir myndina. Þegar myndin var búin sáust djúp för eftir fingurneglurnar í sætisörmunum, og sætið vel blautt af stjána´svita. Ekki fara á þessa mynd nema þú þolir smá spennu. Ekki halda um neitt sem þér þykir vænt um. Þú getur lokað augunum, en þú nærð aldrei að halda almennilega fyrir eyrun...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kevin Bacon leikur hér Tom Witzky verkamann sem eftir dáleiðslu fer að sjá og heyra allskonar hluti sem hann getur ekki skýrt. Hann uppgvötar að sál ungrar stúlku sem var myrt er að biðja hann um að grafa upp lík sitt og láta morðingjana hljóta makleg málagjöld. Endirinn á Stir of echoes er alveg rosalega slappur miðað við hvað myndin er góð til að byrja með. Myndin hefur þessa líka rosa góðu stemmningu fyrstu tvo þriðju hlutana en kolfellur síðan undir lokin. En í heild er þetta ágætis mynd, vel gerð og nokkur kraftmikil augnablik en hún hefði getað orðið betri. Ég gef henni tvær og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það eru alls ekki margar myndir í þessum flokki sem tekst að hræða mig.. en þessi skilaði sínu.. ég mæli með henni til allra þeirra sem finnst gaman að finna hárin rísa aftan á höfðinu. Þessi mynd svipar örlítið í 6th sense en er mun öflugri í alla staði...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis mynd sem er fínt að horfa á. Aðeins of mikið byggt upp úr því að hún sé eins og The sixth sense. Strákurinn leikur ekki vel en Kevin skilar sýnu prýðilega. Svolítið of klisjuð. Ágæt afþreying
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ákaflega góður spennutryllir um blue collar fjölskyldu í Bandaríkjunum sem hafa leigt hús og allt gengur vel þangað til nágrannar þeirra bjóða þeim í veislu og Bacon verður dáleiddur af systir eiginkonu sinnar og þá byrjar hann að sjá ógnvænlegar sjónir og sonur hans segist sjá stelpu sem dó áður en þau fluttu þangað. Bacon byrjar að halda að eitthvað gruggugt væri á seiði og byrjar að reyna finna út ástæðuna af þessu öllu sem á endanum verður það sem hann gat aldrei hugsað sér. Frumlega hugsuð hrollvekja sem allir ættu að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.10.2016

Nýtt í bíó - Inferno

Spennutryllirinn og ráðgátan Inferno verður frumsýnd á föstudaginn næsta, þann 14. október, í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Tom Hanks mætir nú í þriðja skiptið til leik...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn