Aðalleikarar
Leikstjórn
Vissir þú
Faðir Bryce Dallas Howard er hinn þekkti leikari og leikstjóri Ron Howard sem vann Óskarsverðlaunin fyrir bestu mynd og bestu leikstjórn fyrir A Beautiful Mind árið 2001.
Richard Attenborough, sem lék í fyrstu Jurassic Park myndinni, var einnig leikari og leikstjóri og fékk Óskarinn fyrir bestu mynd og bestu leikstjórn fyrir Gandhi árið 1982.
Laura Dern og Bryce Dallas Howard leika hér saman í fyrsta skipti. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem leiðir fjölskyldna þeirra liggja saman. Feður þeirra, Bruce Dern og Ron Howard, léku báðir í sjónvarpsþáttunum The Fugitive frá 1963, en þó aldrei á sama tíma. Móðir Dern, Diane Ladd, lék í Chinatown árið 1974 ásamt Rance Howard, afa Dallas. Rance og Bruce Dern léku svo saman í Nebraska frá 2013.
Anklyosaurus og Therizinosaurus eru uppáhalds risaeðlur leikstjórans Colin Trevorrow.
Við frumsýningu kvikmyndarinnar verður Sam Neill eldri en Richard Attenborough var í upprunalegu myndinni.
Samtals voru meira en 100 leikmyndir smíðaðar fyrir myndina.
Jurassic World: Dominion gerist fjórum árum eftir Jurassic World: Fallen Kingdom
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Jonathan Rhys Meyers, Colin Trevorrow, Emily Carmichael
Kostaði
$165.000.000
Tekjur
$984.000.000
Vefsíða:
Frumsýnd á Íslandi:
10. júní 2022