Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Westworld 1973

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Westworld ...where robot men and women are programmed to serve you for ...Romance ...Violence ...Anything / Boy, have we got a vacation for you...

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 77
/100

Framúrstefnulegur skemmtigarður býður gestum sínum upp á það að upplifa fortíðina, eins og hún er sköpuð af vélmennum. Tveir viðskiptamenn ákveða að velja skotbardaga í anda Vestra, en í þetta skiptið hefur vélmennið betur. Ófremdarástand og upplausn skapast í kjölfarið.

Aðalleikarar

Fríið sem fór í fokk
Westworld gerist í upphafi 21. aldarinnar og segir frá vinunum John(James Brolin) og Peter(Richard Benjamin) sem fara í sumarleyfi í skemmtigarð sem er nákvæm eftirlíking villta vestursins. Þar eru barþjónar, hótelstjórar, vændiskonur, skerfarar og byssubófar vélmenni og ekki fer þetta betur en svo að þau verða stjórnlaus og skaða alla gestina. John og Peter eiga fótum sínum fjör að launa undan byssubófa(Yul Brynner) sem hefur illt eitt í hyggju. Westworld er frábær mynd leikstýrð og skrifuð af Michael Chrichton og eru Brolin og Benjamin góðir í hlutverkum sínum, ekki stórkostlegir en góðir. Senuþjófurinn er úrvalsleikarinn Yul Brynner sem leikur vélmennið af stakri snilld og minnir reyndar soldið á Tortímandann. Kannski er það bara ég. Westworld er vísindaskáldsaga í formi vestra og kemur þessi blanda vel út. Ég gef þessari þrjár og hálfa stjörnu eða 9/10 ásamt sterkum meðmælum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.03.2019

Bloodshot í hefndarhug

Framleiðslufyrirtækið Sony Pictures hefur gefið út opinberan söguþráð fyrir nýja ofurhetjumynd Vin Diesel og Jóhanns Hauks Jóhannessonar, sem gerð er upp úr teiknimyndasögu um ofurhetjuna Bloodshot, úr ranni Valiant Enter...

18.10.2018

Hemsworth kveður Men in Black tökustaðinn

Ástralski kvikmyndaleikarinn og kyntröllið Chris Hemsworth staðfesti á Twitter, að tökum sé lokið á nýju Men in Black kvikmyndinni, en með færslunni á samskiptasíðunni birti hann samansafn af ljósmyndum úr verkefni...

02.04.2018

Westworld 2 gestgjafar í hefndarhug

Eftir nokkrar kitlur og ljósmyndir úr Westworld 2 síðustu misseri, þá er nú komin stikla í fullri lengd fyrir þennan vinsæla HBO framtíðatrylli sem kemur í sjónvarpið í Bandaríkjunum síðar í þesssum mánuði. Fyrri...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn