Tökur á Star Wars hefjast á nýjan leik

harrison fordTökur á sjöundu Star Wars-kvikmyndinni eru hafnar á nýjan leik eftir nokkurra vikna hlé.

Ástæðan fyrir hléinu er sú að leikarinn Harrison Ford fótbrotnaði í júní síðastliðinn og einnig vegna þess að starfsmenn kvikmyndaversins í London fengu frí í ágúst, en myndin er að stórum hluta tekin upp þar.

Leikarinn sást nýverið á frumsýningu The Expendables 3, þar sem hann gekk óstuddur um rauða dregilinn og virtist í góðu ásigkomulagi.

Ford snýr aftur í hlutverki Han Solo í Star Wars: Episode VII, sem er væntanleg í kvikmyndahús þann 18. desember, 2015, og á að gerast 30 árum eftir að Return of the Jedi gerðist.