Björgunarleiðangur á Isla Nublar

Fyrsta stiklan úr Jurassic World: Fallen Kingdom var opinberuð í gærkvöldi og ef marka má hana þá er von á magnaðri skemmtun frá framleiðandanum Steven Spielberg. Chris Pratt og Bryce Dallas Howard snúa aftur í hlutverkum sínum ásamt því að Jeff Goldbum snýr aftur í hlutverki Dr. Ian Malcolm, sem margir þekkja úr gömlu myndunum.

Myndin fjallar um björgunarleiðangur sem felur í sér að bjarga risaeðlunum frá eldgosi á eyjunni Isla Nublar. Myndin gerist stuttu eftir atburðina í Jurassic World þar sem risaeðlur gjörsamlega tortímtu skemmtigarðinum eftir að hópur vísindamanna létu nýjar skepnur í garðinn. Í framhaldsmyndinni ógnar eldgos lífi á eyjunni og fara Owen Grady (Pratt) og Claire Dearing (Howard) ásamt hópi fólks til eyjunnar til þess að koma risaeðlunum í öruggt skjól.

Leikstjóri myndarinnar er J.A. Bayona og er hann hvað þekktastur fyrir þættina Penny Dreadful og hryllingsmyndina The Orphanage.

Með önnur veigamikil hlutverk í myndinni fara m.a. James Cromwell, Ted Levine, Justice Smith, Geraldine Chaplin, Daniella Pineda, Toby Jones, Rafe Spall og BD Wong.

Myndin verður frumsýnd þann 22. júní næstkomandi. Stikluna má sjá hér að neðan.