McConaughey á vappi um Svínafellsjökul

Leikarinn Matthew McConaughey sést á vappi um Svínafellsjökul á plakati fyrir nýjustu kvikmynd leikstjórans Christopher Nolan, Insterstellar. Hluti myndarinnar var tekinn upp á jöklinum fyrir ári síðan og var gönguleiðum við jökulinn t.am. lokað á tímabilinu 11. til 19. september, 2013.

McConaughey leikur verkfræðing sem er beðinn um að taka þátt í geimferð þar sem ætlunarverkið er að bjarga mannkyninu. Myndin skartar einnig stjörnum á borð við Anne Hathaway, Jessica Chastain, Michael Caine, Casey Affleck og Topher Grace.

Hér að neðan má sjá nýjasta plakatið fyrir myndina, þó erfitt sé að segja hvað sé tölvugert og hvað sé jökulinn okkar. Myndin verður frumsýnd þann 7. nóvember næstkomandi.

p5XDFbH