Fer Nolan í ormagöngin?

Næsta leikstjórnarverkefni Christopher Nolan, leikstjóra Dark Knight þríleiksins, gæti orðið myndin Interstellar.

Samkvæmt frétt The Hollywood Reporter er þarna um að ræða flókna og marglaga vísindaskáldsögu sem skrifuð er af bróður hans Jonathan Nolan ( hljómar eins og ekta verkefni sem Christopher Nolan gæti haft áhuga á ).

Steven Spielberg hafði áður skoðað að gera mynd eftir þessari sögu, en af því varð ekki.

„Söguþráður myndarinnar er enn að mestu á huldu en óljósar fréttir segja að myndin muni fjalla um geimferðalanga sem ferðast í gegnum ormagöng.“

Þetta segir manni að sagan gæti m.a. innihaldið tímaferðalög og ferðalög í nýjar víddir himingeimsins.