Mannkyninu var ekki ætlað að deyja á jörðinni

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Christopher Nolan, Interstellar, verður frumsýnd í nóvembær næstkomandi.

Nýtt plakat fyrir myndina var opinberað í dag. Á plakatinu er lítill bóndabær lýstur upp af björtu ljósi sem leiðir upp í himinn. Undir stendur: „Mankind was born on earth. It was never meant to die here.“ eða á íslensku: „Mannkynið fæddist á jörðinni. Því var ekki ætlað að deyja hér.“

Þó að engar staðfestingar séu á handriti myndarinnar þá er myndin sögð fjalla um ævintýri hóps könnuða sem notfæra sér ormagöng í geimnum til að fara lengra en menn hafa nokkru sinni farið áður í geimferðum, og geta með því móti farið á milli stjörnukerfa. Handritið er sagt vera blanda af hugmynd Nolan sjálfs, og handriti bróður hans Jonathan Nolan.

Interstellar skartar stjörnum á borð við Matthew McConaughey, Anne Hathaway, Jessica Chastain, Michael Caine, Casey Affleck og Topher Grace. Myndin verður frumsýnd þann 7. nóvember næstkomandi.

interstellar1