Grátbólginn í fyrstu Interstellar stiklu

Fyrsta sýnishornið er komið út fyrir nýjustu mynd The Dark Knight leikstjórans Christopher Nolan, Interstellar.

Um er að ræða kitlu sem byrjar eins og heimildarmynd um afrek mannanna í geimferðum, sem einn af aðalleikurum myndarinnar, Matthew McConaughey, talar yfir.

Leikarinn birtist svo grátbólginn undir stýri á bíl undir lok kitlunnar.

matthew

Myndin verður frumsýnd þann 7. nóvember 2014.

Myndin fjallar um ævintýri hóps könnuða sem notfæra sér ormagöng í geimnum til að fara lengra en menn hafa nokkru sinni farið áður í geimferðum, og geta með því móti farið á milli stjörnukerfa.

Handritið er blanda af hugmynd Nolan sjálfs, og handriti bróður hans Jonathan Nolan. 

Aðrir leikarar eru m.a.:  Anne Hathaway, Jessica Chastain, Ellen Burstyn, John Lithgow, Michael Caine, Casey Affleck, Wes Bentley, Bill Irwin, Mackenzie Foy, Topher Grace og David Gyasi.

Sjáðu sýnishornið hér fyrir neðan: