Strákar aðstoða flóttamann – Ný stikla úr Mud

Matthew McConaughey hefur verið að leika í fínum myndum undanfarið, þar á meðal The Lincoln Lawyer og Magic Mike. Næsta mynd hans heitir Mud og er eftir leikstjórann Jeff Nichols.

Sjáðu stikluna hér að neðan sem var að koma út:

 

Mud fjallar um tvo 14 ára stráka, Ellis sem leikinn er af Tye Sheridan, og Neckbone, leikinn af Jacob Lofland. Þeir fara í rannsóknarleiðangur út í eyju í Mississippi ánni eftir að hafa heyrt sögur af báti sem lenti uppi í tré eftir flóð í ánni.

En í ljós kemur að einhver annar hefur verið á undan þeim, og fljótlega eru strákarnir flæktir í líf manns að nafni Mud, sem McConaughey leikur. Mud fer að segja sögur af sjálfum sér, en gæti verið hættulegur flóttamaður.

Sjálfur segist hann eingöngu vilja lifa rólegu lífi með konunni sem hann elskar, Juniper, leikin af Reese Witherspoon, en hópur lögreglumanna sem eru á hælunum á honum bendir til þess að eitthvað gruggugt sé á seyði.

Strákarnir ákveða að hjálpa Mud á flóttanum og að finna aftur kærustuna, Juniper.

Myndin verður frumsýnd 26. apríl í Bandaríkjunum.

Hér að neðan er annað sýnishorn úr myndinni: