The Lincoln Lawyer
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ofbeldi
Í myndinni er ljótt orðbragð
DramaSpennutryllirGlæpamynd

The Lincoln Lawyer 2011

Frumsýnd: 27. apríl 2011

7.3 200810 atkv.Rotten tomatoes einkunn 84% Critics 7/10
118 MÍN

Mick Haller starfar yfirleitt úr aftursætinu á Lincoln Continental bílnum sínum sem verjandi fyrir hina ýmsu götukrimma, úrhrök og vandræðagemsa og telst frekar sleipur á sínu sviði. Hann bjóst þó aldrei við því að landa máli af þeirri stærðargráðu sem hinn ríki Beverly Hills glaumgosi Louis Roulet biður hann að taka að sér. Luis er sakaður um tilraun... Lesa meira

Mick Haller starfar yfirleitt úr aftursætinu á Lincoln Continental bílnum sínum sem verjandi fyrir hina ýmsu götukrimma, úrhrök og vandræðagemsa og telst frekar sleipur á sínu sviði. Hann bjóst þó aldrei við því að landa máli af þeirri stærðargráðu sem hinn ríki Beverly Hills glaumgosi Louis Roulet biður hann að taka að sér. Luis er sakaður um tilraun til manndráps af ungri fallegri leikkonu en hann sver að ásakanirnar séu ekkert annað en lygar til að féfletta hann. Mick ákveður að taka að sér starfið, kaupið er helvíti fínt og honum þætti ekki verra að geta gert vel við konuna sína og dóttur. Luis virðist hreinn á yfirborðinu en ekki líður á löngu þar til Mick fer að rekast á ýmislegt skuggalegt úr fortíð hans. Það sem átti að vera auðvelt starf með frábæru kaupi snýst upp í baráttu tveggja bragðarefa um hver nær að snara hinn fyrst, og verðlaunin eru upp á líf og dauða.... minna

Aðalleikarar

Matthew McConaughey

Mickey Haller

Marisa Tomei

Maggie McPherson

Ryan Phillippe

Louis Roulet

William H. Macy

Frank Levin

Josh Lucas

Ted Minton

John Leguizamo

Val Valenzuela

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Skemmtileg en ekkert nýtt
The Lincoln Lawyer fjallar um Mick Haller, lögfræðing sem er mjög góður í sínu starfi en notar alltaf einhver brögð til að vinna eða sætta mál. (Smá spoiler í næstu setningum) Nýjasta málið hans snýst í kringum Louis Roulet sem er talinn hafa barið konu og meitt hana alvarlega og hótað henni öllu illu. Mick Haller tekur að sér starfið en lendur í miklum vandræðaleikum þegar hann uppgötvar tengsl málsins við gamalt mál sem hann vann að.

Matthew McConaughey er frábær sem lögfræðingurinn sem er alveg svakalegur góður með sjálfan sig. Leikhópurinn er virkilega fínn og hjálpar myndinni talsvert. William H. Macy er skemmtilegur sem félagi McConaugheys (þannig séð) og líka fyndinn sem dregur úr alvarleika myndarinnar sem er virkilega fínt og bætir skemmtanagildið. Hinsvegar er lítið um húmor í seinna helmingnum en það er alls ekki slæmur hlutur því þar er spennan yfirgnæfandi.

Handritið er ágætt en alls ekkert nýtt, bara það sama aftur, týpískt lögfræðingadrama og endirinn alveg fyrirsjáanlegur í miðju myndarinnar með nokkrum litlum twistum inn á milli. Tónlistin er vel valin og Steady-cam kvikmyndatakan gefur myndinni meiri raunsæi því maður er alveg inní atburðarrásinni.

7/10
Mjög fín mynd með frábærum frammistöðum en því miður mjög fyrirsjáanlega plotti. Fínasta skemmtunin samt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn