Wooderson snýr aftur eftir 19 ár

„That’s what I love about these high school girls, man. I get older, they stay the same age.“

Flestir kannast við þessa setningu og hlutverkið sem hjartaknúsarinn Matthew McConaughey fór með í unglingamyndinni Dazed and Confused eftir Richard Linklater árið 1993. Jafnvel þeir sem hafa ekki séð myndina kannast við hlutverkið og setninguna hans um unglingsstelpur.

Nú hefur McConaughey endurtekið hlutverkið eftir rúm 19 ár í nýju tónlistarmyndbandi fyrir lagið Synthesizers eftir Butch Walker and the Black Widows– maðurinn virðist engu hafa gleymt, hvað þá elst:

Alls ekki amalegt gestahlutverk. Þetta minnir mig að ég þarf að kíkja aftur á Dazed and Confused, hún var algjör snilld! Ég er nokkuð viss um að þetta lag á eftir að vera fast í höfðinu mínu í allan dag. Hvernig er fólk að fíla þessa óvæntu endurkomu?