Sandler slær áhorfsmet á Netflix

Þó gagnrýnendur hafi ekki verið á einu máli um gæði nýju Adam Sandler og Jennifer Aniston myndarinnar Murder Mystery, sem nýlega var frumsýnd á Netflix, þá tóku áhorfendur kvikmyndinni vel, eins og sést best á því að myndin hefur nú sett nýtt áhorfsemet á streymisveitunni. Myndin, sem frumsýnd var 14. júní sl. fékk 30,9 milljón […]

Sandler og Aniston saman á ný

Fyrstu ljósmyndir úr nýjustu kvikmynd Adam Sandler og Jennifer Aniston, Murder Mystery, hafa verið birtar, en kvikmyndin er hluti af samningi Sandler við Netflix streymisrisann. Leikstjóri er Kyle Newacheck. Myndin kemur á Netflix í júní nk. en ekki er búið að gefa út nákvæma dagsetningu. Myndin er önnur mynd þeirra Aniston og Sandler saman, en […]

Aniston í hvíta húsið

Friends leikkonan Jennifer Aniston verður forseti Bandaríkjanna í nýrri pólitískri grínmynd, sem Netflix hyggst gera. Eiginkona hennar verður leikin af grínleikkonunni og uppistandaranum Tig Notaro, en myndin heitir First Ladies, eða Forsetaeiginkonur. Notaro er meðhöfundur handrits, ásamt alvöru eiginkonu sinni Stephanie Allynne. Myndin fjallar um Beverly, sem Aniston leikur, og Kasey Nicholson, sem Notaro leikur, […]

Emma Stone tekjuhæst

Óskarsverðlaunaleikkonan Emma Stone er tekjuhæsta leikkonan í Hollywood á árinu sem er að líða samkvæmt tímaritinu Forbes. Stone þénaði í kringum 26 milljónir Bandaríkjadali fyrir skatt á síðustu 12 mánuðum, sem samsvarar rúmlega 2.690 milljónum íslenskra króna. Leikkonan fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni La La Land sem halaði inn tæplega hálfum milljarði dala á heimsvísu. […]

Aniston og Witherspoon saman á ný í sjónvarpsþáttaröð

Friends stjarnan Jennifer Aniston og Legally Blonde og Walk the Line leikkonan Reese Witherspoon ætla að leiða saman hesta sína í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem mun gerast í morgunþætti sjónvarpsstöðvar í New York. Handritshöfundur er Jay Carson, framleiðandi House of Cards sjónvarpsþáttanna vinsælu. Leikkonurnar eru báðar í framleiðsluteyminu, en Steve Kloves er aðalframleiðandi. Aniston og Witherspoon […]

Óttaðist slagsmál við Aniston

Bandaríski leikarinn T.J. Miller hafði miklar áhyggjur af slagsmálasenu hans og Jennifer Aniston í jólagrínmyndinni Office Christmas Party, sem kemur í bíó á morgun, miðvikudag. Leikarinn, sem er 35 ára gamall þurfti að slást við fyrrum Friends stjörnuna í myndinni, en þau tvö leika systkinin Clay Vanstone og Carol Vanstone sem lenda í rifrildi eftir að bróðirinn […]

Aniston er móðir hermanns – Fyrsta ljósmynd

Entertainment Weekly hefur birt fyrstu ljósmyndina af Friends stjörnunni Jennifer Aniston úr myndinni The Yellow Birds, en myndin er dramatísk stríðsmynd þar sem Aniston er móðir ungs hermanns sem sendur er til að berjast í Írak. Auk Aniston leika í myndinni Jack Huston, Tye Sheridan, Alden Ehrenreich, Toni Collette og Jason Patric. Alexandre Moors leikstýrir myndinni […]

Aniston og De Niro í The Comedian

Jennifer Aniston og Robert De Niro munu leika aðalhlutverkin í The Comedian sem er væntanleg í bíó á næsta ári.  Í myndinni leikur De Niro uppistandara sem fellur fyrir persónu Aniston í brúðkaupi, samkvæmt frétt Contactmusic.com. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem De Niro leikur uppistandara því hann lék Rupert Pupkin í The King […]

„Phoebe" leikur Monicu í nýrri mynd

Lisa Kudrow hefur samþykkt að leika í kvikmynd sem verður byggð á bókinni The Girl on the Train eftir Paula Hawkins.  Mótleikarar hennar verða Emily Blunt, Jaret Leto, Justin Theroux og Allison Janney, samkvæmt Hollywood Reporter. Nokkrar áhugaverðar tengingar eru í myndinni, fyrir fjölmarga aðdáendur sjónvarpsþáttanna Friends. Persóna Kudrow heitir Monica, á meðan persóna Emily […]

Hollywood-stjörnur í hryllingsmyndum

Margar Hollywood-stjörnur hófu feril sinn í hryllingsmyndum þar sem þær þurftu að takast á við alls kyns morðingja og ófrýnilegar verur. Í tilefni af hrekkjavökunni er hér listi yfir fimm stjörnur sem áttu þátt í að fá hár kvikmyndaunnenda til að rísa í hinum ýmsu hryllingsmyndum: Johnny Depp – A Nightmare on Elm Street (1984) Fyrsta […]

Fellur fyrir vændiskonu – fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan úr fyrstu mynd leikstjórans Peter Bogdanovich í 13 ár, She´s Funny That Way, er komin út, en myndin skartar stórum hópi þekktra leikara. Í myndinni, sem fjallar um samskipti kynjanna, koma saman á ný þau Marley & Me leikararnir Owen Wilson og Jennifer Aniston, en auk þeirra leika í myndinni þau Imogen Poots, […]

Nýtt plakat fyrir Horrible Bosses 2 gefið út

Nýtt plakat fyrir framhaldsmyndina Horrible Bosses 2 var gefið út fyrir skömmu. Á plakatinu má sjá flóru þekktra leikara á borð við Jennifer Aniston, Jamie Foxx og Christoph Waltz, en plakatið má sjá hér að neðan. Með aðalhlutverkin fara þó þeir sömu og skemmtu okkur í fyrri myndinni. Þeir Jason Bateman, Jason Sudeikis og Charlie […]

Örvæntingarfullir mannræningjar – Ný stikla!

Ný stikla í fullri lengd kom út í dag fyrir gamanmyndina Horrible Bosses 2 þar sem þeir félagarnir Jason Sudeikis, Charlie Day og Jason Bateman byrja að feta glæpabrautina. Félagarnir Nick, Dale og Kurt eru komnir með upp í kok af því að vinna fyrir aðra, og ákveða því að stofna sitt eigið fyrirtæki. En lævís […]

Aniston úthverfamamma?

Friends stjarnan Jennifer Aniston á í viðræðum um að leika í myndinni Mean Moms, eða Meinfýsnar mömmur í lauslegri íslenskri þýðingu, sem Beth McCarthy-Miller mun leikstýra, en myndin er kvikmyndagerð á bók eftir Rosalind Wiseman um metnaðargjarna foreldra í úthverfunum. Myndin er sögð verða í anda myndarinnar Mean Girls, þó ekki sé um framhald að […]

Jennifer Aniston leikur fatafellu í nýrri stiklu

Fyrsta stiklan fyrir gamanmyndina We’re the Millers er komin á netið. Myndin fjallar um gamalreyndan marijúanasölumann sem býr til gervifjölskyldu til að hjálpa til við að flytja risastóra sendingu af marijúana til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Í stiklunni sjáum við Jennifer Aniston leika fatafellu á strippklúbbi og Jason Sudeikis leika starfsmann sem er kúgaður af yfirmanni […]

Aniston verður meðferðarfulltrúi

Jennifer Aniston hefur tekið að sér hlutverk meðferðarfulltrúa sem á móður sem er í áfengismeðferð, í gamanmyndinni She´s Funny That Way ( einnig þekkt sem Squirrels To Nuts ) sem leikstýrt verður af Peter Bogdanovich. Bogdanovich og Louise Stratten skrifa handritið. Aðrir leikarar í myndinni verða Owen Wilson, Jason Schwartzman, Cybil Shepherd, Eugene Levy, Kathryn […]

Dusty fær að fara í bíó

Kvikmyndafyrirtækið Disney er búið að ákveða að frumsýna myndina Planes, eða Flugvélar, þann 9. ágúst 2013 í Bandaríkjunum, en myndin er hliðarmynd, e. „spin-off“, af teiknimyndunum vinsælu Cars, eða Bílar. Það er DisneyToon Studios sem býr þessa mynd til en yfirmaður Pixar/Disney Animation, John Lasseter, framleiðir. Í myndinni er fylgst með flota af flugvélum, og […]

Draumur að leika á móti Aniston

Emma Roberts segir að draumur sinn hafi ræst þegar hún lék á móti Jennifer Aniston í myndinni We´re The Millers. „Jennifer Aniston er snillingur. Ég hef verið aðdáandi hennar ótrúlega lengi. Að vinna með henni var einn af þessum draumum sem rættist,“ sagði hin 21 árs Roberts við The Huffington Post. „Ég get núna merkt […]

Stjörnur í myndbandi gegn byssulögum

Margar af þekktustu stjörnum skemmtanabransans koma fram í nýju myndbandi þar sem krafist er breytinga á bandarísku byssulögunum. Vika er liðin síðan skotárásin hræðilega var gerð í Sandy Hook-skólanum í Connecticut. Meðal þeirra sem koma við sögu í myndbandinu eru Beyoncé, Jamie Foxx, Jennifer Aniston, Steve Carell, Paul Rudd og Conan O´Brien. Stjörnurnar krefjast þess […]

Jennifer Aniston er rænt í 'Switch'

Jennifer Aniston og Dennis Quaid hafa bæst í leikhóp ‘Switch‘. Myndin tengist ekkert nýlegu kvikmyndinni The Switch sem Aniston lék einmitt í, heldur er um óbeina forsögu Jackie Brown eftir Tarantino að ræða, sem við sögðum frá að væri í vinnslu fyrir skömmu. Báðar myndirnar byggja semsagt á bókum eftir Elmore Leonard, Rum Punch og The Switch. […]

Jennifer Aniston er rænt í ‘Switch’

Jennifer Aniston og Dennis Quaid hafa bæst í leikhóp ‘Switch‘. Myndin tengist ekkert nýlegu kvikmyndinni The Switch sem Aniston lék einmitt í, heldur er um óbeina forsögu Jackie Brown eftir Tarantino að ræða, sem við sögðum frá að væri í vinnslu fyrir skömmu. Báðar myndirnar byggja semsagt á bókum eftir Elmore Leonard, Rum Punch og The Switch. […]

Stikla: Aniston og Rudd í kommúnu

Hver hefur áhuga á rómantískri gamanmynd með Paul Rudd og Jennifer Aniston í aðalhlutverki, rétt upp hönd! Enginn? Það væri svo sem ekki skrýtið, enda hljómar það ekki beint nýtt og ferskt. Sýnishornið að Wanderlust gæti þó breytt því! Ég kíkti á þennan trailer og hann kom mér þægilega á óvart, myndin lítur ekki eins […]

Höfundur Juno sest í leikstjórastólinn

Óskarsverðlaunahandritshöfundurinn Diablo Cody, sem skrifaði handritið að Juno, mun þreyta frumraun sína í leikstjórastólnum þegar hún leikstýrir gamanmyndinni Lamb of God, en hún skrifar að sjálfsögðu sjálf handritið að myndinni. Myndin, sem framleidd er af Mandate Pictures, fjallar um unga reglusama og trúaða konu, sem missir trúna á Guð eftir að hún lendir í flugslysi. […]

Trailer fyrir Horrible Bosses kitlar hláturtaugarnar

Gamanmyndin Horrible Bosses verður frumsýnd í sumar og má nú sjá trailerinn fyrir myndina hér fyrir neðan. Myndin fjallar um þrjá vini, leikna af þeim Jason Bateman, Charlie Day og Jason Sudeikis, sem allir eiga það sameiginlegt að yfirmenn þeirra gera þeim lífið leitt við hvert tækifæri. Eitt kvöldið við drykkju taka félagarnir sig til […]

Liotta með Aniston og Rudd í Wanderlust

Ray Liotta hefur samið um að leika í myndinni Wanderlust, ásamt þeim Paul Rudd, Jennifer Aniston, Justin Theroux, Lauren Ambrose, Malin Akerman og Alan Alda, að því er Hollywood Reporter greinir frá. Myndin, sem leikstýrt verður af David Wain eftir handriti sem hann skrifaði sjálfur ásamt Ken Marino, fjallar um hjón, leikin af Aniston og […]

LaBeouf er verðmætasti leikari í heimi

Annað árið í röð er kvikmyndaleikarinn Shia LaBeouf á toppnum á lista forbes.com viðskiptatímaritsins yfir þá Hollywood leikara sem eru verðmætastir. Á topp tíu listanum er núna jafnt í liðum, þ.e. 5 konur og 5 karlar, en til samanburðar þá voru eingöngu karlar á listanum á síðasta ári. Forbes.com reiknar þetta út sjálft, en samkvæmt […]

Expendables traustir á toppnum – McPhee floppar

Sylvester Stallone og félagar hans í The Expendables voru á toppnum á aðsóknarlista bíóanna í Bandaríkjunum um helgina, aðra helgina í röð. Myndin þénaði eina 16,5 milljónir Bandaríkjadala frá föstudegi til sunnudags í Bandaríkjunum og Kanada. Fimm glænýjar myndir sem frumsýndar voru um helgina voru engin ógn fyrir Stallone og félaga. The Expendables hefur nú […]

Spacey verður feigur boss

Stórleikarinn Kevin Spacey hefur ákveðið að leika feigan yfirmann, í myndinni Horrible Bosses, sem byrjað verður að filma þann 6. júlí nk. Myndin verður stjörnum prýdd, en hún fjallar um þrjá bestu vini, sem þola ekki vinnuna sína og leggja á ráðin um að drepa yfirmenn hvers annars. Leikstjóri er Seth Gordon. New Line Cinema […]