Aniston í hvíta húsið

Friends leikkonan Jennifer Aniston verður forseti Bandaríkjanna í nýrri pólitískri grínmynd, sem Netflix hyggst gera. Eiginkona hennar verður leikin af grínleikkonunni og uppistandaranum Tig Notaro, en myndin heitir First Ladies, eða Forsetaeiginkonur.

Notaro er meðhöfundur handrits, ásamt alvöru eiginkonu sinni Stephanie Allynne. Myndin fjallar um Beverly, sem Aniston leikur, og Kasey Nicholson, sem Notaro leikur, í fyrrnefndum hlutverkum.

Söguþráður myndarinnar er enn sem komið er lítt þekktur að öðru leiti, nema þá að persónurnar eiga að sanna að á bakvið hverja áhrifamikla konu…. er önnur áhrifamikil kona.

Næsta kvikmynd Aniston sem er á leið í bíóús er dramað The Yellow Birds, sem er sjálfstæð framleiðsla. Þá hefur hún verið að leika í gamandramanu Dumplin. Ennfremur er hún með sjónvarpsþáttaraðir í vinnslu fyrir Apple, en framleiðandi þar er engin önnur en Reese Witherspoon.