Spacey verður feigur boss

Stórleikarinn Kevin Spacey hefur ákveðið að leika feigan yfirmann, í myndinni Horrible Bosses, sem byrjað verður að filma þann 6. júlí nk.

Myndin verður stjörnum prýdd, en hún fjallar um þrjá bestu vini, sem þola ekki vinnuna sína og leggja á ráðin um að drepa yfirmenn hvers annars. Leikstjóri er Seth Gordon.

New Line Cinema framleiðslufyrirtækið tilkynnti í síðasta mánuði um aðalhlutverkin þrjú, Jason Bateman, Charlie Day og Jason Sudeikis, en móðurfyrirtæki New Line, Warner Bros, vildi eftir velgengni Hangover, fá A-listaða leikara inn í verkefnið og því eru Colin Farrel, Jennifer Aniston komin í hlutverk tveggja af yfirmönnunm og Jamie Foxx er kominn í hlutverk svindlara.

Spacey dettur síðan inn í verkefnið núna á síðustu metrunum, en hann mun leika þriðja yfirmanninn, yfirmann Jason Bateman.

Spacey hefur annars ýmis járn í eldinum. Hann er núna að vinna að Casino Jack, og er að taka Margin Call, en sögusvið þeirrar myndar er Wall Street. Þá er hann einnig listrænn stjórnandi Old Vic leikhússins í London.