Stjörnur í myndbandi gegn byssulögum

Margar af þekktustu stjörnum skemmtanabransans koma fram í nýju myndbandi þar sem krafist er breytinga á bandarísku byssulögunum. Vika er liðin síðan skotárásin hræðilega var gerð í Sandy Hook-skólanum í Connecticut.

Meðal þeirra sem koma við sögu í myndbandinu eru Beyoncé, Jamie Foxx, Jennifer Aniston, Steve Carell, Paul Rudd og Conan O´Brien.

Stjörnurnar krefjast þess að ný lög verði sett þar sem m.a. verði að rannsaka hvern einasta aðila sem kaupir byssu í Bandaríkjunum og að hríðskotabyssur verði bannaðar.

Hér að neðan má skoða myndbandið.