Rudd klár í slímið

Ant Man leikarinn Paul Rudd tilkynnti í gær að hann hefði verið ráðinn í næstu mynd um Draugabanana geðþekku, eða Ghostbusters. Í myndbandi sem Rudd deildi á samfélagsmiðlum sagði hann: „Ég get ekki beðið eftir að ganga til liðs við Ghostbusters núna í haust. Í rauninni er ég að maka á mig slími akkúrat núna.“ […]

Blár og kenndur Skarsgård

Ný mynd úr framtíðartryllinum Mute í leikstjórn Duncan Jones var opinberuð af tímaritinu Empire í gær. Sænski leikarinn Alexander Skarsgård fer með aðalhlutverkið í myndinni ásamt Paul Rudd og Justin Theroux. Skarsgård fékk nýverið Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum Big Little Lies sem voru sýndir á sjónvarpstöðinni HBO. Mute verður aftur á móti frumsýnd á streymiveitunni […]

Rudd og Skarsgard í framtíðartrylli

Paul Rudd og Alexander Skarsgard munu leika aðalhlutverkin í framtíðartryllinum Mute í leikstjórn Duncan Jones.  Myndin gerist í Berlín eftir 40 ár og fjallar um Leo Beiler (Skarsgard), mállausan barþjón sem leitar stóru ástarinnar sinnar sem virðist hafa horfið sporlaust. Eina vísbendingin sem hann finnur um tilvist hennar er í gegnum bandaríska skurðlækna og leikur Rudd […]

Leikstýrir mynd um eina verstu mynd allra tíma

Kvikmyndaverið New Line Cinema er í viðræðum um réttinn á The Disaster Artist. James Franco mun leikstýra myndinni, sem fjallar um gerð The Room frá árinu 2003 sem er af mörgum talin ein besta versta mynd allra tíma. Franco mun einnig leika aðalhlutverkið, leikstjórann Tommy Wiseau, og Seth Rogen mun bæði framleiða og fara með eitt hlutverk. Franco […]

Ný stikla úr Ant-Man – Hringjum í Avengers!

Marvel hefur sent frá sér glænýja stiklu úr Ant-Man en myndin er væntanleg í bíó síðar í þessum mánuði. Í stiklunni mælir mauramaðurinn Scott Lang með því að hringt verði í Avengers-hópinn eftir aðstoð. Í Ant-Man leikur Michael Douglas vísindamanninn Hank Pym sem finnur upp búning sem breytir svikahrappnum Lang (Paul Rudd) í lítinn, kraftmikinn maur.  Sem […]

Ný stikla úr Ant-Man

Ný stikla í fullri lengd úr ofurhetjumyndinni Ant-Man var opinberuð í dag. Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman-myndunum og I Love You Man leikur Scott Lang, sem einnig er Ant-Man. Lang kom fyrst fram í myndasögu frá Marvel árið 1979 og var önnur persónan sem notaðist við ofurhetjunafnið Ant-Man. Vísindamaðurinn Hank Pym var fyrstur í röðinni […]

Fyrsta stiklan úr Ant-Man

Fyrsta stiklan úr ofurhetjumyndinni Ant-Man var opinberuð í dag. Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman-myndunum og I Love You Man mun leika Scott Lang, sem einnig er Ant-Man. Lang kom fyrst fram í myndasögu frá Marvel árið 1979 og var önnur persónan sem notaðist við ofurhetjunafnið Ant-Man. Vísindamaðurinn Hank Pym var fyrstur í röðinni til […]

Ant-Man kitla fyrir menn!

Marvel kvikmyndafyrirtækið hefur bætt um betur og setti nú í dag kitlu á netið sem mannsaugað getur greint, en í gær settu þeir ofur-litla kitlu á netið, sem enginn gat horft á nema í gegnum smásjá! Í kitlunni sjáum við Ant-Man sjálfan, Paul Rudd, með plástur á enni, labba í fylgd lögreglumanna og svo myndir […]

Marvel með ofur-litla Ant-Man kitlu

Marvel setti í dag á netið, fyrstu kitluna fyrir ofurhetjumyndina Ant-Man með Paul Rudd í titilhlutverkinu. Gallinn er bara sá að kitlan er á stærð við maur, svo lítil eru hún! En ef þú ert með stækkunargler á þér ættirðu að geta séð eitthvað. Kíktu á kitluna hér fyrir neðan: Alvöru stikla í fullri stærð […]

Fyrsta myndin úr Ant-Man

Leikarinn Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman-myndunum og I Love You Man mun leika Scott Lang í ofurhetjumyndinni Ant-Man sem er væntanleg í júlí á næsta ári. Fyrsta myndin af Rudd í hlutverkinu var birt í dag þar sem hann stendur íhugull við Golden Gate-brúnna í San Fransisco. Lang kom fyrst fram í myndasögu frá Marvel árið 1979 og […]

Douglas staðfestur í Ant-Man

Bandaríski leikarinn Michael Douglas mun leika hlutverk í kvikmyndinni Ant-Man sem verður frumsýnd á næsta ári. Douglas vann verðlaun fyrir leik sinn sem hinn samkynhneigði Liberace í sjónvarpskvikmyndinni Behind the Candelabra á Golden Globe verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Nýjasta hlutverk hans sem Hank Pym í Ant-Man er þverólíkt og verður spennandi að sjá Douglas leysa það […]

Rudd sem Ant Man?

Marvel er búið að finna leikara í næstu ofurhetjumynd sína, myndina um mauramanninn, Ant Man. Variety greinir frá því að Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman 1 og 2, og Prince Avalanche og fleiri myndum, eigi nú í viðræðum við fyrirtækið. Rudd var, ásamt Joseph Gordon Levitt, talinn líklegastur til að hreppa hlutverkið. Edgar […]

Marvel skoðar tvo maura

Framhaldsmyndir af Marvel myndunum Thor og The Avengers eru væntanlegar í bíó, Thor nú í haust og Avengers næsta sumar, en félagið er með fleiri verkefni á teikniborðinu hjá sér eins og við höfum sagt frá hér á síðunni áður.   Sú mynd sem undirbúin er af krafti þessa dagana er mynd leikstjórans Edgar Wright, […]

Fyrsta sýnishorn úr endurgerð Á annan veg

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson fékk góða dóma hjá gagnrýnendum fyrir kvikmynd sína Á annan veg árið 2011. Bandarískir framleiðendur voru einnig hrifnir af henni og var ákveðið að ráðast í endurgerð. Leikstjórinn David Gordon Green tók við starfinu og fékk til sín leikarana Paul Rudd og Emile Hirsch í aðalhlutverkin. Nú hefur fyrsta sýnishornið úr myndinni, […]

Harrison Ford í Anchorman 2

Harrison Ford er ekki bara að fara að leika í næstu Star Wars-mynd heldur verður hann einnig í hlutverki fréttaþular í Anchorman: The Legend Continues, samkvæmt The Hollywood Reporter. Ford hefur áður leikið fréttaþul í myndinni Morning Glory á móti Diane Keaton og Rachel McAdams sem kom út fyrir þremur árum. Adam McKay leikstýrir framhaldi […]

Rudd fór í brunninn skóg

Hollywood leikarinn Paul Rudd segist hafa verið spenntur fyrir þeirri hugmynd að fara í brunninn skóg til að taka bíómyndina Prince Avalanche, sem er endurgerð á íslensku myndinni Á annan veg eftir Hafstein G. Sigurðsson: Prince Avalanche var frumsýnd í síðustu viku á kvikmyndahátíðinni í Berlín, en hún var einnig sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í Utah […]

Rudd fór í brunninn skóg

Hollywood leikarinn Paul Rudd segist hafa verið spenntur fyrir þeirri hugmynd að fara í brunninn skóg til að taka bíómyndina Prince Avalanche, sem er endurgerð á íslensku myndinni Á annan veg eftir Hafstein G. Sigurðsson: Prince Avalanche var frumsýnd í síðustu viku á kvikmyndahátíðinni í Berlín, en hún var einnig sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í Utah […]

Frumsýning: This Is 40

Myndform frumsýnir gamanmyndina This is 40 á föstudaginn næsta, þann 22. febrúar. Myndin verður sýnd í Smárabíó, Hskólabíói, Sambíóunum Kringlunni og Borgarbíó Akureyri. This is 40 er „nokkurs konar“ framhald af myndinni Knocked Up. Myndin fjallar um parið Pete (Rudd) og Debbie (Mann) og hvernig þeim hefur gengið í lífinu. „Frábær mynd frá Judd Apatow […]

Þjófar á tökustað Anchorman 2

Lögreglan í Atlanta leitar nú að þjófum sem létu greipar sópa um tökustað Anchorman: The Legend Continues. Will Ferrell, Paul Rudd, Christina Applegate og fleiri góðkunningjar úr fyrstu myndinni leika í þessu framhaldi sem er væntanlegt í lok ársins. Undirbúningur fyrir tökurnar er í gangi um þessar mundir. Þjófarnir brutust inn í vöruhús sem var notað […]

Stjörnur í myndbandi gegn byssulögum

Margar af þekktustu stjörnum skemmtanabransans koma fram í nýju myndbandi þar sem krafist er breytinga á bandarísku byssulögunum. Vika er liðin síðan skotárásin hræðilega var gerð í Sandy Hook-skólanum í Connecticut. Meðal þeirra sem koma við sögu í myndbandinu eru Beyoncé, Jamie Foxx, Jennifer Aniston, Steve Carell, Paul Rudd og Conan O´Brien. Stjörnurnar krefjast þess […]

Hopp og hí í This is 40

Kvikmyndir.is hefur sagt allnokkrar fréttir af gamanleikaranum Paul Rudd síðustu daga. Fyrst var frétt af leikriti sem hann leikur í þar sem áhorfandi kastaði upp ofaní hljómsveitargryfjuna. Þá var frétt um bandaríska útgáfu Á annan veg, en þar leikur Rudd annað aðalhlutverkið, og þá má geta þess að við sýndum stiklu fyrir myndina Admission, þar […]

Óvænt stefna hjá Fey – Ný stikla

Stikla fyrir nýjustu mynd gamanleikkonunnar Tina Fey, sem margir þekkja úr Saturday Night Live skemmtiþáttunum, er komin út. Myndin heitir Admission og ásamt henni leikur gamanleikarinn Paul Rudd í myndinni. Sjáið stikluna hér fyrir neðan: Í myndinni leikur Fey Portia Nathan, sem vinnur við inntöku nýnema í Princeton háskólann og á í sambandi við samstarfsmann […]

Áhorfandi ælir á hljómsveit

Í miðri sýningu á leikritinu Grace, sem nú er sýnt á Broadway í New York, þar sem Hollywoodstjarnan og gamanleikarinn Paul Rudd leikur eitt aðalhlutverkanna, ældi einn áhorfandi ofaní hljómsveitargryfjuna. Atvikið gerðist á miðvikudagskvöld. Áhorfandinn sat á svölum fyrir ofan gryfjuna og kastaði svo upp með fyrrgreindum afleiðingum. „Fólk var að reyna að hjálpa honum til […]

Judd Apatow finnst erfitt að eldast…

This is 40, næsta mynd gamanleikstjórans Judd Apatow, var að fá nýja stiklu. Eins og segir í henni er myndin hálfgert framhald af Knocked Up frá 2007, þar sem Leslie Mann og Paul Rudd fara aftur með hlutverk þeirra Pete og Debbie, sem voru í stuðningshlutverkum í þeirri mynd. Nú eru þau orðin fertug og […]

Ron Burgundy tilkynnir Anchorman 2

Will Ferrell kom fram í gervi fréttaþularins stórhuga Ron Burgundy í spjallþætti Conan O’Brien í gærkvöldi og tilkynnti að loksins hefði fengist grænt ljós á framleiðslu framhalds af gamanmyndinni Anchorman. Ásamt því að tilkynna þetta tók Burgundy eitt stykki þverflautusóló, og kom svo með heilbrigðan skammt móðgana eins og honum einum er lagið. En af […]

Stikla: Aniston og Rudd í kommúnu

Hver hefur áhuga á rómantískri gamanmynd með Paul Rudd og Jennifer Aniston í aðalhlutverki, rétt upp hönd! Enginn? Það væri svo sem ekki skrýtið, enda hljómar það ekki beint nýtt og ferskt. Sýnishornið að Wanderlust gæti þó breytt því! Ég kíkti á þennan trailer og hann kom mér þægilega á óvart, myndin lítur ekki eins […]

Framhald að Knocked Up í bígerð

Tímaritið Variety greinir frá því að leikstjórinn sívinsæli Judd Apatow undirbúi framhald að stórsmellinum Knocked Up frá árinu 2007. Apatow, sem er maðurinn bakvið myndir á borð við 40-Year Old Virgin og Funny People, leikstýrði sem og skrifaði Knocked Up en hún sló allsvakalega í gegn og varð næsttekjuhæsta mynd leikstjórans. Framhaldið af henni verður […]

Liotta með Aniston og Rudd í Wanderlust

Ray Liotta hefur samið um að leika í myndinni Wanderlust, ásamt þeim Paul Rudd, Jennifer Aniston, Justin Theroux, Lauren Ambrose, Malin Akerman og Alan Alda, að því er Hollywood Reporter greinir frá. Myndin, sem leikstýrt verður af David Wain eftir handriti sem hann skrifaði sjálfur ásamt Ken Marino, fjallar um hjón, leikin af Aniston og […]