Ný stikla úr Ant-Man – Hringjum í Avengers!

Marvel hefur sent frá sér glænýja stiklu úr Ant-Man en myndin er væntanleg í bíó síðar í þessum mánuði.

ant manÍ stiklunni mælir mauramaðurinn Scott Lang með því að hringt verði í Avengers-hópinn eftir aðstoð.

Í Ant-Man leikur Michael Douglas vísindamanninn Hank Pym sem finnur upp búning sem breytir svikahrappnum Lang (Paul Rudd) í lítinn, kraftmikinn maur.  Sem Ant-Man fær hann það verkefni að framkvæma rán og bjarga heiminum í leiðinni.

Leikstjóri myndarinnar er Payton Reed, sem er líklega þekktastur fyrir Yes Man með Jim Carrey.

Með önnur hlutverk í Ant-Man fara m.a. Evangeline Lilly og Corey Stoll.