Douglas heyrði englasöng þegar hann dó næstum því

Bandaríski kvikmyndaleikarinn og framleiðandinn Michael Douglas, 73 ára, segist hafa séð dularfullt en róandi hvítt ljós og heyrt engla syngja, þegar hann drukknaði næstum því þegar hann var að synda í sjónum á meðan hann var við nám í Háskólanum í Kaliforníu á sjöunda áratug síðustu aldar. „Ég heyrði englasöng, og sá hvítt ljós og svo […]

Ný stikla úr Ant-Man – Hringjum í Avengers!

Marvel hefur sent frá sér glænýja stiklu úr Ant-Man en myndin er væntanleg í bíó síðar í þessum mánuði. Í stiklunni mælir mauramaðurinn Scott Lang með því að hringt verði í Avengers-hópinn eftir aðstoð. Í Ant-Man leikur Michael Douglas vísindamanninn Hank Pym sem finnur upp búning sem breytir svikahrappnum Lang (Paul Rudd) í lítinn, kraftmikinn maur.  Sem […]

Ný stikla úr Ant-Man

Ný stikla í fullri lengd úr ofurhetjumyndinni Ant-Man var opinberuð í dag. Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman-myndunum og I Love You Man leikur Scott Lang, sem einnig er Ant-Man. Lang kom fyrst fram í myndasögu frá Marvel árið 1979 og var önnur persónan sem notaðist við ofurhetjunafnið Ant-Man. Vísindamaðurinn Hank Pym var fyrstur í röðinni […]

Fyrsta stiklan úr Ant-Man

Fyrsta stiklan úr ofurhetjumyndinni Ant-Man var opinberuð í dag. Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman-myndunum og I Love You Man mun leika Scott Lang, sem einnig er Ant-Man. Lang kom fyrst fram í myndasögu frá Marvel árið 1979 og var önnur persónan sem notaðist við ofurhetjunafnið Ant-Man. Vísindamaðurinn Hank Pym var fyrstur í röðinni til […]

Baltasar orðaður við 'Reykjavík'

Baltasar Kormákur er í viðræðum um að leikstýra kvikmyndinni Reykjavík, myndin mun fjalla um fund Ronald Reagan og fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, Mikhail Gorbachev, sem átti sér stað í Reykjavík árið 1986. Eins og flestir vita er um að ræða nokkurs konar sáttafund leiðtoganna á hápunkti kalda stríðsins. Verkefnið hefur verið á dagskrá í nokkurn tíma og […]

Douglas staðfestur í Ant-Man

Bandaríski leikarinn Michael Douglas mun leika hlutverk í kvikmyndinni Ant-Man sem verður frumsýnd á næsta ári. Douglas vann verðlaun fyrir leik sinn sem hinn samkynhneigði Liberace í sjónvarpskvikmyndinni Behind the Candelabra á Golden Globe verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Nýjasta hlutverk hans sem Hank Pym í Ant-Man er þverólíkt og verður spennandi að sjá Douglas leysa það […]

Stríðið heldur áfram

Rithöfundurinn Warren Adler hefur skrifað framhald af bókinni The War of the Roses, og nú er kvikmyndagerð bókarinnar komin í gang. Mynd var gerð eftir fyrstu bók hans, The War of the Roses, sem frumsýnd var árið 1989 og var með þeim Michael Douglas og Kathleen Turner í aðalhlutverkum. Í hinni svörtu gamanmynd The War of […]

Douglas laug til um krabbameinið

Michael Douglas laug til um að hann væri með krabbamein í hálsi. Í raun og veru var hann með krabbamein í tungu. Douglas greindist með meinið rétt áður en hann átti að fara í langa kynningarferð vegna myndarinnar Wall Street árið 2010. „Læknirinn sagði: „Segjum bara að þetta sé krabbamein í hálsi“,“ sagði hinn 69 […]

Munngælurnar hugsanleg orsök krabbameinsins

Bandaríski leikarinn Michael Douglas segir í samtali við breska blaðið The Guardian, að munngælur séu orsökin fyrir því að hann hafi fengið krabbamein í hálsinn. The Guardian spurði leikarann hvort að hann teldi að hægt væri að rekja krabbamein sem leikarinn fékk í hálsinn, til drykkju og reykinga í gegnum árin, sem er algeng ástæða […]

2,4 milljónir sáu mynd um Liberace

2,4 milljónir Bandaríkjamanna sáu frumsýningu sjónvarpsstöðvarinnar HBO á kvikmyndinni Behind the Candelbra með Michael Douglas í hlutverki píanistans Liberace. Þetta er mesta áhorf sem HBO-mynd hefur náð síðan læknadramað Something the Lord Made var frumsýnt á stöðinni árið 2004. Samkvæmt fyrirtækinu The Nielsen Company sá 1,1 milljón áhorfenda til viðbótar myndina í endursýningu skömmu eftir […]

Gamlir vinir steggja í Vegas – Ný stikla

Michael Douglas, Morgan Freeman, Robert De Niro og Kevin Kline leiða saman hesta sína í Last Vegas, sem er væntanleg gamanmynd um fjóra eldri menn sem fara í langt steggjapartý í Las Vegas. Nú er einn vinurinn að fara að gifta sig og því ber að fagna. Douglas leikur þann seinasta í hópnum til þess […]

Douglas í baði með Damon í nýrri kitlu

Kvikmyndaleikarinn og Óskarsverðlaunahafinn Michael Douglas hefur leikið mörg eftirminnileg hlutverk um dagana, en í nýrri HBO sjónvarpsmynd túlkar hann einn af eftirminnilegri karakterum skemmtanabransans í Bandaríkjunum, sjálfan Liberace. Út er komin 30 sekúndna löng kitla sem sýnir Douglas í fullum skrúða, í gervi þessa litskrúðuga píanóleikara og skemmtikrafts. Sjáðu kitluna hér fyrir neðan: Myndin heitir Behind […]

Ég er ekki dauður

Morgan Freeman sagði á Facebook síðu sinni í gær að hann væri sprelllifandi, og alls ekki dauður, en af og til hafa blossað upp umræður um að leikarinn sé látinn. „Eins og Mark Twain, þá er ég alltaf að lesa um það að ég sé látinn,“ skrifaði hinn 75 ára gamli Freeman. „Ég vona að […]

Michael Douglas í Reykjavík!

Michael Douglas hefur verið fenginn til þess að leika fertugasta forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan, í kvikmynd um fund Reagan og fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, Mikhail Gorbachev, sem átti sér stað í Reykjavík árið 1986. Eins og flestir vita er um að ræða nokkurs konar sáttafund leiðtoganna (eða allavega tilraun til þess) á hápunkti kalda stríðsins. Myndin […]

Michael Douglas nær fullum bata

Fyrr á árinu kom í ljós að stórleikarinn Michael Douglas var greindur með krabbamein í hálsi. Síðan þá voru flestar þær myndir sem Douglas átti að leika í settar á bið, þar á meðal sannsöguleg mynd um píanóleikaranna Liberace. En í nýlegu viðtali við The Hollywood Reporter lýsti Douglas því yfir að hann væri á […]

The Social Network vinsælust í Bandaríkjunum

Feisbúkk er líka vinsælt í bíó. Það er myndin The Social Network í það minnsta, en David Fincher og félagar áttu í litlum vandræðum með að hirða toppsætið af sjálfum Douglasinum og Wall Street: Money Never Sleeps um helgina í Bandaríkjunum. Myndin fékk 23 milljónir dollara í kassann, en aðeins Panic Room og The Curious […]

Wall Street 2 á toppnum í Bandaríkjunum

Það fór eins og spáð hafði verið.Wall Street: Money Never Sleeps varð tekjuhæsta myndin í bíóhúsum í Bandaríkjunum um nýliðna helgi. Hafði hún betur en teiknimyndin Legend of the Guardians: The Owls of Ga’Hoole og The Town, en sú síðarnefnda var í sinni annarri sýningarviku. Wall Street tók um 19 milljónir dollara í kassann á […]

Wall Street spáð toppsætinu um helgina

Kvikmyndasérfræðingar í Bandaríkjunum spá því að Wall Street framhaldsmyndin, Wall Street: Money Never Sleeps, sem frumsýnd verður í dag, muni fara beint á toppinn á aðsóknarlistum þar vestra um helgina. Þar með yrði myndin fyrsta toppmynd Michael Douglas, aðalleikarans, síðan hann fór á toppinn með Don´t Say A Word árið 2001. Fyrri myndin, Wall Street, […]

148 síðna afmælisblað Mynda mánaðarins kemur út í dag

Í dag kemur septemberblað Mynda mánaðarins út, en þar er ekkert venjulegt tölublað á ferðinni, heldur tvöfalt afmælisblað í tilefni þess að það er númer 200 í röðinni frá upphafi. Mikil vinna hefur verið lögð í þetta blað, þar sem fengnir voru aukapennar til að ná að skrifa allt það efni sem er í blaðinu. […]