Michael Douglas nær fullum bata

Fyrr á árinu kom í ljós að stórleikarinn Michael Douglas var greindur með krabbamein í hálsi. Síðan þá voru flestar þær myndir sem Douglas átti að leika í settar á bið, þar á meðal sannsöguleg mynd um píanóleikaranna Liberace. En í nýlegu viðtali við The Hollywood Reporter lýsti Douglas því yfir að hann væri á batavegi og hlakkaði til að byrja að vinna á ný.

Þetta þýðir að myndin um Liberace, sem verður í leikstjórn Steven Soderbergh, sé á fullri ferð og er Douglas byrjaður búa sig undir að leika píanísnillinginn víðkunna. „Ég er með fullt af upptökum af tónleikum. Ég er í hugsunarferlinu, ég er autt blað. Allt bendir til þess að þetta hafi verið stórgóð manneskja, ég hlakka til.“ segir Douglas. Tökur á myndinni hefjast í júní á næsta ári og mun einnig skarta Matt Damon í hlutverki.

– Bjarki Dagur