Douglas laug til um krabbameinið

Michael Douglas laug til um að hann væri með krabbamein í hálsi. Í raun og veru var hann með krabbamein í tungu.

People Michael Douglas

Douglas greindist með meinið rétt áður en hann átti að fara í langa kynningarferð vegna myndarinnar Wall Street árið 2010.

„Læknirinn sagði: „Segjum bara að þetta sé krabbamein í hálsi“,“ sagði hinn 69 ára Douglas í bresku sjónvarpsviðtali.

Ástæðan fyrir því var að ef leikarinn hefði þurft að fara í aðgerð hefði mögulega þurft að fjarlægja hluta af kjálka hans og tungu og fleira. Ákvað Douglas því að bíða með hugsanlega aðgerð þangað til eftir kynningarherferðina.