Rudd og Skarsgard í framtíðartrylli

Paul Rudd og Alexander Skarsgard munu leika aðalhlutverkin í framtíðartryllinum Mute í leikstjórn Duncan Jones.  Myndin gerist í Berlín eftir 40 ár og fjallar um Leo Beiler (Skarsgard), mállausan barþjón sem leitar stóru ástarinnar sinnar sem virðist hafa horfið sporlaust. Eina vísbendingin sem hann finnur um tilvist hennar er í gegnum bandaríska skurðlækna og leikur Rudd […]

Ant-Man leikstjóri vill Ant-Man 2

Nú þegar Ant-Man er komin í bíó, byrja menn að velta því fyrir sér hvort að gerð verði framhaldsmynd, Ant-Man 2. Tímaritið Entertainment Weekly ræddi við leikstjóra myndarinnar Peyton Reed daginn sem myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum, 17. júlí, og þá var hann óviss með hvort gert yrði framhald eða ekki, en vonaði samt að Marvel […]

Minions og Maur: Mjótt á munum

Litlu gulu Skósveinarnir, eða Minions, sem í gegnum árhundruðin hafa þráð það heitast í lífinu að þjóna illmennum þessa heims, halda velli á íslenska aðsóknarlistanum, og sitja nú á toppi hans aðra vikuna í röð. Nýjasta Marvel ofurhetjumyndin Ant-Man, sem er ný á lista, náði því ekki að velta þeim úr sessi, þó að ekki […]

Litla ofurhetjan vinsælust í USA

Disney/Marvel ofurhetjumyndin Ant-Man er vinsælasta mynd helgarinnar í Bandaríkjunum, með tekjur upp á 56,4 milljónir Bandaríkjadala. Þessi niðurstaða er samkvæmt Deadline vefnum, í takt við spár. Í samanburði við fyrri ofurhetjumyndir þá er myndin með lakari árangur á frumsýningarhelgi en Thor, sem þénaði 65,7 milljónir dala, og Captain America: The First Avenger, með 65,1 milljónir […]

Ný stikla úr Ant-Man – Hringjum í Avengers!

Marvel hefur sent frá sér glænýja stiklu úr Ant-Man en myndin er væntanleg í bíó síðar í þessum mánuði. Í stiklunni mælir mauramaðurinn Scott Lang með því að hringt verði í Avengers-hópinn eftir aðstoð. Í Ant-Man leikur Michael Douglas vísindamanninn Hank Pym sem finnur upp búning sem breytir svikahrappnum Lang (Paul Rudd) í lítinn, kraftmikinn maur.  Sem […]

Ant-man í Captain America

Tökur eru hafnar á ofurhetjumyndinni Captain America: Civil War í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum, en myndin verður tekin upp á nokkrum stöðum, þar á meðal á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Disney og Marvel fyrirtækjunum. Í tilkynningunni kemur eitt og annað fleira forvitnilegt í ljós, eins og til dæmis hvaða aukapersónur mæta til leiks. Þar ber […]

Ný stikla úr Ant-Man

Ný stikla í fullri lengd úr ofurhetjumyndinni Ant-Man var opinberuð í dag. Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman-myndunum og I Love You Man leikur Scott Lang, sem einnig er Ant-Man. Lang kom fyrst fram í myndasögu frá Marvel árið 1979 og var önnur persónan sem notaðist við ofurhetjunafnið Ant-Man. Vísindamaðurinn Hank Pym var fyrstur í röðinni […]

Fyrsta stiklan úr Ant-Man

Fyrsta stiklan úr ofurhetjumyndinni Ant-Man var opinberuð í dag. Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman-myndunum og I Love You Man mun leika Scott Lang, sem einnig er Ant-Man. Lang kom fyrst fram í myndasögu frá Marvel árið 1979 og var önnur persónan sem notaðist við ofurhetjunafnið Ant-Man. Vísindamaðurinn Hank Pym var fyrstur í röðinni til […]

Agnarsmátt plakat fyrir Ant-Man

Fyrsta plakatið fyrir Ant-Man var opinberað í dag. Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman-myndunum og I Love You Man mun leika Scott Lang, sem er einnig kenndur við Ant-Man. Plakatið er fremur óhefbundið í sniðum vegna þess að aðalpersónan er ekki sýnileg. Markaðssérfræðingar kvikmyndaversins Marvel hafa leikið sér mikið að þessari hugmynd og gáfu út […]

Ant-Man kitla fyrir menn!

Marvel kvikmyndafyrirtækið hefur bætt um betur og setti nú í dag kitlu á netið sem mannsaugað getur greint, en í gær settu þeir ofur-litla kitlu á netið, sem enginn gat horft á nema í gegnum smásjá! Í kitlunni sjáum við Ant-Man sjálfan, Paul Rudd, með plástur á enni, labba í fylgd lögreglumanna og svo myndir […]

Marvel með ofur-litla Ant-Man kitlu

Marvel setti í dag á netið, fyrstu kitluna fyrir ofurhetjumyndina Ant-Man með Paul Rudd í titilhlutverkinu. Gallinn er bara sá að kitlan er á stærð við maur, svo lítil eru hún! En ef þú ert með stækkunargler á þér ættirðu að geta séð eitthvað. Kíktu á kitluna hér fyrir neðan: Alvöru stikla í fullri stærð […]

Fyrsta myndin úr Ant-Man

Leikarinn Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman-myndunum og I Love You Man mun leika Scott Lang í ofurhetjumyndinni Ant-Man sem er væntanleg í júlí á næsta ári. Fyrsta myndin af Rudd í hlutverkinu var birt í dag þar sem hann stendur íhugull við Golden Gate-brúnna í San Fransisco. Lang kom fyrst fram í myndasögu frá Marvel árið 1979 og […]

Dark Knight leikari í Ant-Man

Nýjasta viðbótin við ofurhetjumyndina Ant-Man er leikarinn David Dastmalchian, sem þekktur er fyrir leik sinn í Batman myndinni, The Dark Knight. Dastmalchian er mörgum enn í fersku minni fyrir leik sinn í hlutverki geðsjúklingsins í The Dark Knight sem Jókerinn, aðal illmenni myndarinnar, fékk til að ráða lögreglustjórann Jim Gordon af dögum, í útför borgarstjórans. […]

Ofurmaurinn fær Matt

Búið er að ráða illmenni í ofurhetjumyndina Ant-Man, en það er leikarinn Matt Gerald. Ekki er vitað hvert hlutverkið verður, Deadline vefsíðan segir aðeins að um hlutverk þorpara sé að ræða. Gerald hefur leikið í myndum eins og Terminator 3: Rise of the Machines, Avatar, G.I. Joe: Retaliation og Escape Plan. Næsta mynd hans er […]

Marvel og Lilly ræða Ant Man

Marvel á nú í viðræðum við The Hobbit leikkonuna Evangeline Lilly um að leika aðal kvenhlutverkið í ofurhetjumyndinni Ant Man. Paul Rudd hefur nú þegar verið ráðinn í hlutverk Ant Man. Þá munu þeir Michael Douglas og Michael Pena einnig leika stór hlutverk í myndinni. Edgar Wright leikstýrir. Enn er söguþráður myndarinnar á huldu, en […]

Douglas staðfestur í Ant-Man

Bandaríski leikarinn Michael Douglas mun leika hlutverk í kvikmyndinni Ant-Man sem verður frumsýnd á næsta ári. Douglas vann verðlaun fyrir leik sinn sem hinn samkynhneigði Liberace í sjónvarpskvikmyndinni Behind the Candelabra á Golden Globe verðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Nýjasta hlutverk hans sem Hank Pym í Ant-Man er þverólíkt og verður spennandi að sjá Douglas leysa það […]

Rudd sem Ant Man?

Marvel er búið að finna leikara í næstu ofurhetjumynd sína, myndina um mauramanninn, Ant Man. Variety greinir frá því að Paul Rudd, sem þekktur er úr Anchorman 1 og 2, og Prince Avalanche og fleiri myndum, eigi nú í viðræðum við fyrirtækið. Rudd var, ásamt Joseph Gordon Levitt, talinn líklegastur til að hreppa hlutverkið. Edgar […]

Mission: Impossible 5 frumsýnd á jóladag

Frumsýningardagur hefur verið ákveðinn fyrir fimmtu Mission: Impossible-myndina. Hún verður frumsýnd á jóladag árið 2015, einni viku á eftir Star Wars: Episode VII. Lítið er vitað um þessa nýjustu Mission-mynd, nema hvað að leikstjóri verður Christopher McQuarrie. Hann kom að handritsgerð fjórðu myndarinnar og leikstýrði Tom Cruise í Jack Reacher. Handritshöfundur verður Drew Pearce sem […]

Marvel skoðar tvo maura

Framhaldsmyndir af Marvel myndunum Thor og The Avengers eru væntanlegar í bíó, Thor nú í haust og Avengers næsta sumar, en félagið er með fleiri verkefni á teikniborðinu hjá sér eins og við höfum sagt frá hér á síðunni áður.   Sú mynd sem undirbúin er af krafti þessa dagana er mynd leikstjórans Edgar Wright, […]

Ant-Man á eftir Thor 2

Marvel kitlaði teiknimyndasöguaðdáendur á Comic-Con hátíðinni sem fór fram vestanhafs fyrir stuttu með óljósum yfirlýsum og lógóum fyrir Ant-Man. Þeir pössuðu sig samt á því að gefa ekki upp neinar upplýsingar um stöðu myndarinnar, þ.e. tökudagsetningar, útgáfudagsetningar eða leikaralið. Nú er hins vegar ljóst að tökur munu fara fram snemma á næsta ári. Greint hefur […]

Marvel tilkynnir mikið á Comic-Con

Undirbúið ykkur fyrir svefnlausar nætur af sveittri spennu því Marvel Studios kynntu heilar fimm væntanlegar kvikmyndir byggðar á myndasögum sínum. En þær eru Thor: The Dark World sem er væntanleg á næsta ári, Captain America: The Winter Soldier sem kælir klakann í apríl eftir tvö ár, Ant-Man í leikstjórn Edgar Wright sem við höfum lengi […]