Mission: Impossible 5 frumsýnd á jóladag

Frumsýningardagur hefur verið ákveðinn fyrir fimmtu Mission: Impossible-myndina. Hún verður frumsýnd á jóladag árið 2015, einni viku á eftir Star Wars: Episode VII.

cruise mission impossible

Lítið er vitað um þessa nýjustu Mission-mynd, nema hvað að leikstjóri verður Christopher McQuarrie. Hann kom að handritsgerð fjórðu myndarinnar og leikstýrði Tom Cruise í Jack Reacher. Handritshöfundur verður Drew Pearce sem á að baki Iron Man 3. J.J. Abrams mun aftur framleiða.

Mission: Impossible- Ghost Protocol halaði inn tæpar 700 milljónir dala í miðasölunni í heiminum fyrir tveimur árum.

Fimmta myndin mun etja kappi við aðrar stórmyndir árið 2015, þar á meðal The Avengers: Age of Ultron, Ant-Man, Batman vs. Superman og Star Wars: Episode VII.