Horfir til himins

Paramount Pictures sendi frá sér nýtt plakat fyrir nýju Top Gun myndina, Top Gun: Maverick í dag. Á plakatinu sjáum við aðalhetjuna, Pete „Maverick“ Mitchell, sem leikinn er af Tom Cruise, horfa til himins, á sama tíma og hann hallar sér upp að flugvél. Paramount segir að ný stikla sé einnig á leiðinni á morgun […]

Tvær nýjar Mission: Impossible myndir í gang

Eftir að hann stýrði vinsælustu Mission: Impossible myndinni frá upphafi, Mission: Impossible Fallout, þá hefur framleiðslufyrirtækið Paramount Pictures nú ákveðið að tryggja sér þjónustu leikstjórans Christopher McQuairre í enn fleiri myndum. Heimildir kvikmyndabiblíunnar Variety segja að McQuairre hafi skrifað undir samning um að leikstýra tveimur Mission: Impossible myndum til viðbótar, sem teknar verða upp samtímis, […]

Child vill hávaxinn leikara sem Jack Reacher

Einn vinsælasti spennusagnahöfundur samtímans, Lee Child, sem hefur selt meira en hundrað milljón eintök af bókum um Jack Reacher, hefur nú ákveðið að skrifa Jack Reacher handrit fyrir sjónvarpsþætti, eftir að aðdáendur hans kvörtuðu við hann um túlkun Tom Cruise á sögupersónunni. Reacher, sem er einkaspæjari og flækingur, er lýst í bókum Child sem hávöxnum […]

Cruise verði Green Lantern

Mission: Impossible leikarinn Tom Cruise gæti klæðst ofurhetjuklæðum á næstu misserum, og leikið hlutverk DC Comics ofurhetjunnar Green Lantern, í væntanlegu myndinni Green Lanter Corps, ef eitthvað er að marka fregnir sem nú berast utan úr heimi. Framleiðandi myndarinnar er Warner Bros. Stefnt er að frumsýningu kvikmyndarinnar árið 2020, og er sagt að um „leikna […]

Ethan Hunt enn vinsælastur allra

Maðurinn sem stekkur úr þyrlum, klífur þverhnípta hamraveggi og er umhugað um mannkynið, Tom Cruise, eða öðru nafni Ethan Hunt, er þriðju vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans í Mission: Impossible  – Fallout.  Í öðru sæti, rétt eins og í síðustu viku, er Mamma Mia! Here We Go Again, en í þriðja sætið er […]

Fallout felldi Mamma Mia!

Stórleikarinn Tom Cruise kom sá og sigraði í íslenskum bíóhúsum um helgina í mynd sinni Mission: Impossible – Fallout.    Hann gerði sér lítið fyrir og ýtti dans – og söngvamyndinni Mamma Mia! Here we Go Again úr toppsæti listans. Tekjur Mission: Impossible námu tæpum sex milljónum króna, en tekjur Mamma Mia! voru til samanburðar rúmar […]

Cruise tók mestu áhættu lífs síns

Hollywood stjarnan Tom Cruise er þekktur fyrir að leika sjálfur áhættuatriðin í kvikmyndum sínum. Oftast nær ganga þau eins og í sögu, en einstaka sinnum hefur hann þó slasað sig á þessum uppátækjum. Allt fór þó vel í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar hann lék í sínu svakalegasta atriði til þessa, þegar hann […]

Tökur hafnar á Top Gun: Maverick

Þrjátíu og tveimur árum eftir að Tom Cruise fór með leiftuhraða upp á stjörnuhimininn í flugmyndinni Top Gun í leikstjórn Tony Scott, þá hefur Cruise nú snúið aftur í flugstjórnarklefann í hlutverki orrustuflugmannsins Maverick, mörgum aðdáandanum til mikillar gleði. Nýja myndin á að heita Top Gun: Maverick, en Cruise staðfesti á Instagram reikningi sínum að […]

Cruise stekkur úr flugvél fyrir Mission Impossible – Fallout

Spennumyndin Mission: Impossible ― Fallout kemur í bíó 1. ágúst á þessu ári, en þó er tökum ekki enn lokið, samkvæmt leikstjóranum, Christopher McQuarrie. McQuarrie setti ljósmynd inn á Instagram reikning sinn nú á sunnudaginn en á myndinni má sjá hinn 55 ára gamla aðalleikara kvikmyndarinnar, Tom Cruise, tilbúinn að stökkva út úr flutningaflugvél í […]

Cruise og Pegg mættir í tökur MI6

Tökur á hasarmyndinni Mission: Impossible 6 standa nú yfir á ný, en svo virðist sem Tom Cruise hafi náð sér af meiðslum sem hann varð fyrir fyrr á þessu ári, sbr. neðangreint myndband: Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Christopher McQuarrie, hefur nú birt splunkunýja ljósmynd af Cruise og meðleikara hans, Simon Pegg, sem segir okkur þó […]

Tarantino talar við Tom

Það er ávallt saga til næsta bæjar þegar leikstjórinn og Íslandsvinurinn Quentin Tarantino sendir frá sér nýja kvikmynd, en nú er einmitt von á einni slíkri, þeirri níundu í röðinni frá leikstjóranum. Samkvæmt Deadline vefnum þá hefur hann átt í viðræðum við leikara sem hann hefur unnið með áður, menn eins og Brad Pitt og […]

Cruise flaug beint á toppinn

Tom Cruise hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá íslenskum bíógestum, og engin breyting varð á því nú um helgina þegar nýjasta mynd hans American Made, flaug beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, ný á lista. Toppmynd síðustu viku, teiknimyndin Emojimyndin, fór niður í annað sætið og í þriðja sætinu situr önnur ný mynd, Skrímslafjölskyldan.  Þrjár […]

MI 6 teymið pakkar saman í Nýja Sjálandi

Leikstjórinn Christopher McQuarrie og Mission: Impossible 6 leikhópurinn hans hafa gert víðreist síðustu vikur og mánuði, við tökur á nýjustu Mission Impossible myndinni, þeirri sjöttu í röðinni. Í tilefni af því að tökum lauk á Nýja Sjálandi á dögunum, þá setti aðalstjarna myndarinnar og framleiðandi, Tom Cruise, mynd á Twitter af sér í hlutverki Ethan […]

Skelfilegt upphaf að myrkum heimi

Í stuttu máli er „The Mummy“ hreint skelfileg mynd. „The Mummy“ er fyrsta myndin í væntanlegum myndabálk sem sameinast undir heitinu „Dark Universe“ eða Myrki heimurinn og á að búa til sameiginlegan heim fyrir gömlu Universal skrímslin*. Grunnur er lagður að væntanlegum framhöldum og m.a. er Henry Jekyll (Russell Crowe) kynntur til sögunnar sem einhvers […]

Cruise hvítur þakinn kókaíni – fyrsta stikla úr American Made

Persónutöfrar og flugreynsla Tom Cruise coma að góðum notum í fyrstu stiklunni fyrir hina sannsögulegu dópflutningamynd American Made, en myndin hefst á því þegar Cruise brotlendir flugvél fullri af kókaíni í friðsælu úthverfi. Eftir að hann nær að staulast út úr vélinni, þakinn kakaíni, þá brosir hann og byrjar að dæla peningum í þá sem […]

Múmían og Ofurkonan í nýjum Myndum mánaðarins

Júníhefti kvikmynda – og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins er komið út í rafrænni útgáfu. Eins og ávallt er blaðið sneisafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar á nýjustu myndum bíóhúsanna í júnímánuði, sem og nýjum myndum sem gefnar verða út á DVD, Blu-ray og/eða VOD í mánuðinum. Á forsíðum blaðsins eru tvær myndir sem […]

Cruise uppljóstrar nafni Top Gun 2

Tom Cruise hefur ljóstrað upp nafni nýju Top Gun myndarinnar, en það gerði hann í viðtali við Access Hollywood. Nafn myndarinnar verður Top Gun: Maverick, að sögn Cruise, í höfuðið á persónu Cruise í upprunalegu myndinni. Í viðtalinu sagði Cruise að stíll nýju myndarinnar yrði svipaður þeirrar fyrri, og sama tónlistin yrði notuð, sem Harold […]

Oblivion leikstjóri líklegastur í Top Gun 2

Samkvæmt heimildum Variety kvikmyndaritsins er Joseph Kosinski líklegastur til að leikstýra nýju Top Gun myndinni, Top Gun 2. Tom Cruise staðfesti í vikunni að Top Gun 2 yrði gerð, en Kosinski leikstýrði Cruise í Oblivion.  Í frétt Variety segir að Cruise hafi hitt nokkra leikstjóra á undan, og meðan hann var við tökur á Mission […]

Edge of Tomorrow 2 fær nýtt nafn

Framtíðartryllirinn Edge of Tomorrow, eftir Doug Liman, með þeim Tom Cruise og Emily Blunt í aðalhlutverkum, var vel tekið af gagnrýnendum árið 2014. Tekjur af miðasölu námu um það bil tvöföldum framleiðslukostnaði, sem nægði til að mönnum þótti tilefni til að fara af stað með framhaldsmynd. Verkefnið hefur verið í þróun allar götur síðan, og nú […]

Cruise mættur á The Mummy plakatið

Það er óhætt að segja að aðdáendur Tom Cruise hafi saknað hans sárlega á síðasta plakati myndarinnar The Mummy, sem væntanleg er í bíó 9. júní nk. Nú hefur hinsvegar verið ráðin rækilega bót á því, og kappinn er mættur í allri sinni dýrð á nýjasta plakatið. Með frumsýningu The Mummy fer skrímslaheimur Universal kvikmyndaversins […]

Flugferð endar illa – The Mummy – Fyrsta stikla!

Múmían, eða The Mummy, fyrsta myndin úr svokallaðri skrímslaseríu Universal kvikmyndaversins, er væntanleg á hvíta tjaldið á næsta ári. Stutt er síðan við birtum fyrstu kitlu og fyrsta plakat úr myndinni og nú hefur fyrsta stiklan í fullri lengd litið dagsins ljós. Stiklan hefst með flugferð sem endar með ósköpum, farþegar hringsnúast og vélin steypist […]

Hún er raunveruleg – segir Tom Cruise í fyrstu kitlu úr The Mummy

Universal Pictures gaf í dag út fyrstu kitlu og fyrsta plakat úr nýjustu Tom Cruise myndinni, The Mummy, sem kemur í bíó hér á Íslandi 9. júní nk. Von er að stiklu í fullri lengd á sunnudaginn. „Ég sá hana. Hún er raunveruleg,“ eru fyrstu orð Cruise í stiklunni og á eftir fáum við að sjá […]

Cruise mun lifa í 969 ár undir stjórn Rønning

Eftir að hafa leikið síðustu ár í vísindaskáldsögum eins og Oblivion og Edge of Tomorrow, og spennuseríum eins og Mission Impossible og Jack Reacher, þá hefur Tom Cruise ákveðið að fara aftur í tímann, allt aftur á Biblíutíma. Deadline vefsíðan segir að Cruise muni leika undir stjórn Dead Man Tell No Tales leikstjórans Joachim Rønning, í Biblíusögunni um […]

Edge of Tomorrow 2 verður forsaga og framhald

Tom Cruise lætur ekki deigan síga og dælir út hverri hasar-framhaldsmyndinni á fætur annarri. Nú þegar hefur hann framleitt Mission Impossible myndir á færibandi, auk þess sem Jack Reacher 2 er í bíó þessa dagana. Næst á dagskrá er það framhald á vísindatryllinum Edge of Tomorrow, sem var þrælgóð skemmtun. Framhald ætti því að vera fagnaðarefni […]

Cruise hleypur stanslaust í ofurklippu

Burger Fiction á YouTube hefur búið til ofurklippu með öllum hlaupum Tom Cruise á kvikmyndaferli hans. Þar sést Cruise hlaupa eins og fætur toga í myndum á borð við Born on the Fourth of July, The Firm, Minority Report, Mission: Impossible, Oblivion  og Edge of Tomorrow. Þetta er skemmtilegt myndband sem sýnir að Cruise hefur verið meira […]

Stöðva undirbúning MI 6

Gert hefur verið hlé á undirbúningi spennumyndarinnar Mission Impossible 6, samkvæmt frétt Deadline, en ekki verður tekinn upp þráðurinn að nýju fyrr en búið er að semja um launamál við aðalstjörnu myndarinnar, Tom Cruise. Paramount Pictures, sem framleiðir myndina, var búið að ráða 15-20 manns í vinnu í Lundúnum til að byrja vinnu við myndina, […]

Múmían fær söguþráð!

Múmían, eða The Mummy, sem Tom Cruise leikur aðalhlutverkið í og Russell Crowe gæti sömuleiðis verið að fara að leika í, eins og við sögðum frá í gær, hefur nú fengið opinberan söguþráð, en hingað til hefur sagan verið á huldu. Auk Cruise þá leikur Sofia Boutella ( Kingsman: The Secret Service og Star Trek […]

Crowe í viðræðum vegna The Mummy

Russell Crowe er í viðræðum um að leika í ævintýramyndinni The Mummy á móti Tom Cruise, samkvæmt frétt Deadline.  Myndin er væntanleg í bíó sumarið 2017. Cruise leikur Tyler Colt, hermann í bandarísku sérsveitunum, sem þarf að glíma við afl langt aftur úr fortíðinni. Sofia Boutella verður einnig í stóru hlutverki. Alex Kurtzman leikstýrir myndinni sem […]

Þriðja skrímslamyndin væntanleg

Þriðja skrímslamynd Universal er væntanleg í bíó vestanhafs 15. febrúar 2019. Samkvæmt frétt The Wrap er búið að taka daginn frá en ekkert kemur fram um hvað myndin heitir.   Hún verður hluti af vörumerkinu Universal Monsters og kemur sú fyrsta út árið 2017. Þar verður á ferðinni endurræsing á The Mummy. Önnur skrímslamyndin kemur […]

Cruise í Mummy – Fyrstu myndir!

Fyrsta myndin af Tom Cruise og Annabelle Wallis í nýju endurræsingunni af Mummy myndunum birtist í dag, en tökur eru hafnar í Oxford á Englandi. Ekki er vitað nákvæmlega hvað er í gangi á þessum myndum, en svo virðist sem leikarinn og meðleikkona hans, hafi staðið í ströngu og séu að kasta mæðinni. Tom Cruise & […]