Fallout felldi Mamma Mia!

Stórleikarinn Tom Cruise kom sá og sigraði í íslenskum bíóhúsum um helgina í mynd sinni Mission: Impossible – Fallout.    Hann gerði sér lítið fyrir og ýtti dans – og söngvamyndinni Mamma Mia! Here we Go Again úr toppsæti listans. Tekjur Mission: Impossible námu tæpum sex milljónum króna, en tekjur Mamma Mia! voru til samanburðar rúmar fjórar milljónir, eftir þrjár vikur á lista.

Í þriðja sæti listans er svo teiknimyndin Hotel Transylvanía 3. 

Þrjár aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Í 18. sætið settist The Prom, næst á eftir, í 19. sætinu, situr Personal Shopper, og í því 21. situr Hleyptu sól í hjartað. 

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: