Cruise stekkur úr flugvél fyrir Mission Impossible – Fallout

Spennumyndin Mission: Impossible ― Fallout kemur í bíó 1. ágúst á þessu ári, en þó er tökum ekki enn lokið, samkvæmt leikstjóranum, Christopher McQuarrie.

McQuarrie setti ljósmynd inn á Instagram reikning sinn nú á sunnudaginn en á myndinni má sjá hinn 55 ára gamla aðalleikara kvikmyndarinnar, Tom Cruise, tilbúinn að stökkva út úr flutningaflugvél í 25.ooo feta hæð.

 

McQuarrie sagði að tökuliðið hefði einungis hafa um þriggja mínútna ljósglufu við sólarlag, til að taka upp atriðið sem átti að taka tvær mínútur, sem þýðir að þau höfðu einungis eitt tækifæri á dag til að ná því réttu.

Ekki er vitað hvort að nákvæmlega þessi taka af atriðinu hafi heppnast, eða hve margar tökur þurfti til. Cruise setti svipaða mynd á sinn Instagram reikning fyrir tveimur vikum, þannig að það má ætla að nokkrar tilraunir hafi þurft til.

Dropping in. Summer ‘18. #MissionImpossibleFallout

A post shared by Tom Cruise (@tomcruise) on


Cruise, sem er þekktur fyrir að framkvæma sjálfur áættuatriði í myndum sínum, ökklabraut sig fyrir sjö mánuðum síðan þegar hann var að taka upp atriði uppi á þaki byggingar fyrir sömu kvikmynd.