Renner kominn í vonlaust verkefni með Cruise

Hurt Locker leikarinn Jeremy Renner hefur gengið til liðs við úrvalslið Ethan Hunt í Mission Impossible, en áætlað er að ný Mission Impossible mynd verði frumsýnd 16. desember 2011. Leikstjóri verður Brad Bird. Tökur hefjast nú í haust.
Renner fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt sem sprengjusérfræðingur í bandaríska hernum í Írak, í myndinni the Hurt Locker.
Renner fékk einnig nú nýlega hlutverk Hawkeye í ofurhetjumyndinni The Avengers sem frumsýna á 2012. Tökur á þeirri mynd hefjast í febrúar. Paul Thomas Anderson hefur einnig óskað eftir kröftum hans í sína næstu mynd, The Master. Það er greinilega allt að gerast þessa dagana fyrir Renner.
Talið var að planið hjá Tom Cruise og J.J. Abrahams, sem framleiða og skrifa myndina, hafi verið að fá inn ungan leikara sem gæti mögulega haldið áfram og jafnvel tekið við af Cruise í næstu myndum ef af yrði, en Renner er að verða 40, og er einungis 8 árum yngri en Cruise, þannig að ólíklegt er að Renner sé hugsaður sem hugsanlegur eftirmaður Ethan Hunts í framtíðinni.
Renner má næst sjá í bíó í glæpamynd Ben Affleck, The Town, en trailerinn úr þeirri mynd er hér að neðan: