Tom Cruise á MI settinu í Tékklandi

Myndir eru farnar að birtast á öldum internetsins af settinu á Mission Impossible 4 með Tom Cruise sjálfum í aðalhlutverkinu sem fyrr.

Tökur standa nú yfir í Prag í Tékklandi og birtust þessar myndir hér að neðan á vefsíðunni Accidental Sexiness. Þar má sjá Cruise í ýmsum búningum, þar á meðal hermannabúningi.