Náðu í appið
16
Bönnuð innan 12 ára

Mission: Impossible 1996

(Mission Impossible)

Frumsýnd: 26. júlí 1996

Expect the Impossible

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics
The Movies database einkunn 59
/100
Valin besta erlenda myndin á japönsku kvikmyndaverðlaununum. Vann MTV verðlaun fyrir besta hasaratriðið, eltingarleikinn í lest og þyrlu.

Myndin er byggð á vinsælum samnefndum sjónvarpsþáttum. Jim Phelps er sendur til Prag í Tékklandi til að koma í veg fyrir þjófnað á háleynilegu efni. Eiginkona hans, Claire, og félagi hans Ethan Hunt, eru hluti af sérsveit Phelps. Til allrar óhamingju þá fer eitthvað hrikalega úrskeiðis og sendiferðin mistekst, og Ethan Hunt er sá eini sem lifir af. Eftir... Lesa meira

Myndin er byggð á vinsælum samnefndum sjónvarpsþáttum. Jim Phelps er sendur til Prag í Tékklandi til að koma í veg fyrir þjófnað á háleynilegu efni. Eiginkona hans, Claire, og félagi hans Ethan Hunt, eru hluti af sérsveit Phelps. Til allrar óhamingju þá fer eitthvað hrikalega úrskeiðis og sendiferðin mistekst, og Ethan Hunt er sá eini sem lifir af. Eftir að hann tilkynnir að verkefnið hafi mistekist, þá grunar Kettridge, yfirmanni Ethans, að það sé Ethan að kenna að verkefnið klúðraðist. Núna þarf Ethan að beita óvenjulegum aðferðum, þar á meðal þarf hann að fá hjálp hjá vopnasalanum "Max", til að finna þá sem leiddu hann í gildru, og til að hreinsa nafn sitt af ásökunum. ... minna

Aðalleikarar


Tom Cruise hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér og mun aldrei verða það,ég hef reyndar ekki séð Magnolia en mun vonandi gera það bráðlega.Árið 1996 lék hann leyniþjónustu manninn Ethan Hunt í hinni vinsælu Mission: impossible sem ég hef aldrei verið mikið fyrir,árið 2000 fékk mission: impossible framhald sem hét því frumlega nafni mission: impossible 2 en sú mynd var hugsanlega betri en fyrri myndin,svo núna í vor er þriðja myndin að koma mission: impossible 3 en því miður hættu aðalleikkonurnar Scarlett Johannson og Carrie Ann Moss vegna skipurlagninga leysis því miður það hefði án efa verið betra að hafa þær og fengu þeir jafn frægar leikkonur í staðinn?NEI!Einhverjar ófrægar og asnalegar leikkonur.En nóg um framhöldin.M:I(skammstöfun)fjallar um Ethan Hunt sem er góður leyniþjónustumaður hann fær svo eitthvað verkefni sem fer úrskeiðis og allir samstarfsmenn hans deyja ásamt yfirmanninum.Ethan þarf að komast af því hver leiddi fyrir þu gildruna og hann er sjálfur grunaður eins og Stefán sagði því hann var sá eini sem vissi um þetta sem er á lífi.Þeir sem fara með önnur helstu hlutverk fyrir utan Cruise eru Jon Voight,Vin Rhames,Jean Reno,Emanuelle Béart og Vanessa Redgrave og leikstjóri er hinn frægi Brian DePalma(Carrie,,Scare face).Mér finnst mikið vera stolið frá James Bond og svo finnst mér hún bara að eins of æi eitthvað svo hálf leiðinleg,auðvitað eru flott atriði eins og þegar þyrlan fer inni lestargöngin og þegar Hunt sprengir risa fiskabúrið og það en ég bara fílaði hana ekki.Handritið er fínt eins og leikstjórinin og leikurinn var ágætur,ekkert við M:I er frábært né framúrskarandi en rosa njósna mynda aðdáendur mega alveg kíkja á þessu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þarna höfum við blöndu af hinum ýmsu hráefnum sem að öll blandast vel saman og gera mynd sem að heldur manni við tækið. Tónlistin hafði sinn þátt í að gera þessa mynd eins vinsæla (og þar af leiðandi svona umfjallaða) óg hún varð. Kynningarmyndböndum var kynnt undir með þessu líka magnaða stefi sem að einmitt á sinn þátt í hvað myndin verður spennandi þegar hvað allra mest er um að vera. Einfaldur grunnur þar sem að söguhetjan þarf að sanna sitt sakleysi með flestallt í fangið, og þá kunnáttu og vitneskju sem hún er með í hausnum. Þessi er bara að gera það vel og er margt sem að kemur manni á óvart; eins og grímurnar og raddbreytinga-dótið. Tom Criuse er náttúrulega mjög góður leikari og stingur engu undan þar sem að hann þarf að leika blásaklausann leyniþjónustumann sem að er að reyna að sanna sitt dýrmæta sakleysi. Myndin virðist hafa einmitt það sem að svona mynd þarf að hafa til að geta virkað. Þar er einmitt hæfilegt magn af tólum og tækjum, raunvirkur hasar og tæknibrellur sem að engann svíkja ásamt útpældu handriti sem að kemur með þetta þétta sögusvið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd um leyniþjónustumanninn Ethan Hunt (Tom Cruise) sem að lendir í miklum vandræðum eftir misheppnað verkefni vegna svikara í hópnum sínum. Nú þarf hann að finna svikarann og koma öðrum í skilning um að hann sé ekki svikarinn. Frábær leikarahópur með stjörnum á borð við Jon Voight, Jean Reno og Ving Rhames. Flottar tæknibrellur og snilldar söguþráður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd sem kemur skemmtilega á óvart. Myndin fjallar um Ethan Hunt (Tom Cruise) sem er hátækninjósnari og vinnur hann hjá CIA. Um tíma hefur CIA haft grun um að einhver hátsettur innan CIA sé að selja hátæknilyndamál til vopnasala að nafni Max. Spurningin er bara hver er svikarinn. Þegar Ethan og hópurinn hans eru að ransaka mál í Prag fer allt úrskeiðis og allir í hópnum deyja nema Ethan. Og allt í einu er Ethan orðin aðalskotmark CIA því að morðingin sem framndi morðin á hópnum vissi mjög vel hvernig áætlunin virkaði og er Ethan sá eini sem vissi um áætlunina. Og á hann því fótum sínum fjör að launa á flótanum undan CIA. En ekki er allt sem sínist. Þessi mynd hefur allt sem góðirspennutryllar þurfa og fara þar fremst í flokki tæknibrellurnar sem eru allgjör snild. Einnig er tónlist Danny Elfsman mjög góð eins og kvikmyndataka myndarinar. En það er leikurinn sem stendur upp úr sem mér finnst vera mjög sérstakt þegar um er að ræða svona myndir. Þau Tom Cruise, Jon Voight og Emmanuelle Béart fara á kostum sem og aðrir leikarar myndarinar. Handritið er mjög stekt sem og leikstjórn Brian De Palma en hún er mjög góð. Mission: Impossible er mynd sem allir aðdáendur spennutrylla eiga að sjá sem og aðrir kvikmynda áhugamenn. Takk fyrir:
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tom Cruise sem leikur hér Ethan Hunt sem vinnur fyrir Leyniþjónustuna er sendur í smá verkefni með hópnum sínum þegar eitthvað mistekst og allir í hópnum deyja nema hann.

Þar sem að hann er sá eini sem kemst lífs af og Leyniþjónustan grunar að það sé svikari í Leyniþjónustunni er honum kennt um allt saman og þarf hann því að vera í felum, einnig sem hann reynir að leysa málið sjálfur.

Þokkalegasta klisja sem gaman er að horfa á, samt ekki þessi snilldar mynd eins og sumir vilja halda fram.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn