Tequila Sunrise
Bönnuð innan 12 ára
SpennumyndRómantískGlæpamynd

Tequila Sunrise 1988

A dangerous mix

6.1 27182 atkv.Rotten tomatoes einkunn 40% Critics 6/10
115 MÍN

Mac McKussic er óhefðbundinn eiturlyfjasali, og vill hætta í bransanum. Besti vinur hans Nick Frescia er núna lögga sem hefur fengið það verkefni að rannsaka og koma höndum yfir McKussic og setja í fangelsi. Mac er skotinn í Jo Ann, eiganda flotts veitingahúss. Nick fer að gera sér dælt við Jo Ann líka til að komast að einhverju um eiturlyfjastúss Macs og... Lesa meira

Mac McKussic er óhefðbundinn eiturlyfjasali, og vill hætta í bransanum. Besti vinur hans Nick Frescia er núna lögga sem hefur fengið það verkefni að rannsaka og koma höndum yfir McKussic og setja í fangelsi. Mac er skotinn í Jo Ann, eiganda flotts veitingahúss. Nick fer að gera sér dælt við Jo Ann líka til að komast að einhverju um eiturlyfjastúss Macs og tengsl hans við mexíkóska eiturlyfjasalann Carlos, en lögregluna grunar að Carlos sé væntanlegur í bæinn að hitta Mac. Nick heillast af Jo Ann og þá er vinskapur þeirra félaganna í hættu. ... minna

Aðalleikarar

Mel Gibson

Dale "Mac" McKussic

Kurt Russell

Nick Frescia

J.T. Walsh

Agent Hal McGuire

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Sorglegt að sjá jafn rosalegan klassaleikara og sjálfan Kurt Russell vera í jafn ömurlegri mynd og þessari. Hún er ömurlega langdreginn og leiðinleg á allann hátt. Kurt er hér studdur af Mel Gibson sem er líka í einu af sínum allra verstu hlutverkum. Handritshöfundar hafa líklega verið nýlega búnir að fá jólavisareikninginn þegar þeir hripuðu þessa herlegheit niður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekki vantar leikaraúrvalið í þessa mynd, en hvað klikkaði?? Var það handritið eða leikstjórnin?? Þessi mynd nær sér aldrei á flug hvað sem veldur. Hún er samfelld leiðindi frá upphafi til enda. Það er greinilegt að bæði Gibson og Russel hundleiðast að leika í þessari hörmung. Þarna eru líka tveir prýðisleikarar sem nú eru fallnir frá JT Wals og Raul Julia, þeirra verður ekki minnst fyrir þessa mynd vonandi. Þeir léku seinna meir í betri ræmum en þesari sem hér er til umfjöllunar. VARIST ÞESSA....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn