Nýtt plakat: Mission: Impossible 4

Það þykir ekki ólíklegt að fleiri kvikmyndaáhugamenn séu spenntari að sjá nýjustu Mission: Impossible-myndina (sem ber undirheitið Ghost Protocol) útaf leikstjóranum frekar en til að sjá Tom Cruise spreyta sig á ný í hlutverki njósnarans Ethan Hunt. Myndinni er leikstýrt af nokkrum Brad Bird, sem gerir sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd sem er ekki teiknuð. Þetta er sami maður og gerði The Iron Giant, The Incredibles og Ratatouille.

Mission: Impossible – Ghost Protocol kemur í bíó í desember. Hér er fyrsta plakatið. Helst ekki fara í störukeppni við það: