Mission Impossible tók toppsætið!

mission-impossible-rogue-nationTom Cruise og félagar í IMF hópnum, í Mission Impossible: Rogue Nation, hafa aldrei verið betri, enda komu þau sáu og sigruðu um helgina og fóru beint á toppinn á íslenska bíóaðsóknarlistanum, með rúmlega tvöfalt meiri aðsókn en myndin í öðru sætinu, Minions, sem er núna nálægt toppi listans sína fjórðu viku á lista!

Ant-Man fer niður um eitt sæti, úr öðru sætinu niður í það þriðja, sína þriðju viku á lista.

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum: Amy, sem fer beint í sjöunda sætið, og Amour Fou, sem fer beint í 16. sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice