Ethan Hunt enn vinsælastur allra

Maðurinn sem stekkur úr þyrlum, klífur þverhnípta hamraveggi og er umhugað um mannkynið, Tom Cruise, eða öðru nafni Ethan Hunt, er þriðju vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans í Mission: Impossible  – Fallout. 

Í öðru sæti, rétt eins og í síðustu viku, er Mamma Mia! Here We Go Again, en í þriðja sætið er komin ný mynd, grín njósnamyndin The Spy Who Dumped Me, með þeim Mila Kunis og Kate McKinnon í aðalhlutverkum.

Þrjár nýjar kvikmyndir til viðbótar eru á topplistanum að þessu sinni. Beint í fimmta sætið fer Christopher Robin, myndin um félagana úr Hundrað ekru skógi, Úlfhundurinn stekkur inn í níunda sæti listans, og í 25. sætinu situr nú Loveless, en hún hefur reyndar verið áður í bíó fyrr á árinu.

Sjáðu bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: