Cruise hvítur þakinn kókaíni – fyrsta stikla úr American Made

Persónutöfrar og flugreynsla Tom Cruise coma að góðum notum í fyrstu stiklunni fyrir hina sannsögulegu dópflutningamynd American Made, en myndin hefst á því þegar Cruise brotlendir flugvél fullri af kókaíni í friðsælu úthverfi.

Eftir að hann nær að staulast út úr vélinni, þakinn kakaíni, þá brosir hann og byrjar að dæla peningum í þá sem urðu vitni að atvikinu og segir; „Þið sáuð mig aldrei.“

Í myndinni leikur Cruise flugmanninn og svikahrappinn Barry Seal, en myndin gerist á níunda áratug síðustu aldar. „Ég flutti eiturlyf fyrir leyniþjónustuna CIA, fíkniefnalögregluna DEA og Pablo Escobar [ kólumbíska eiturlyfjabaróninn],“ segir Cruise í stiklunni.

Kvikmyndin komst í fréttirnar fyrir tveimur árum síðan þegar flugvél með tökulið innanborðs brotlenti á tökustað í Kolumbíu í september 2015 með þeim afleiðingum að tveir létu lífið og þriðja manneskjan slasaðist alvarlega.

Yfirvöld á svæðinu telja að slæmt veður hafi orsakað slysið, en flugvélin var tveggja hreyfla Aerostar.

Cruise var á tökustað myndarinnar á þessum tíma, en var ekki í flugvéilnni. Universal kvikmyndaverið ákvað í ágúst á síðasta ári að breyta heiti myndarinnar úr Mena í American Made, og færa frumsýningardaginn frá 6. janúar 2017 til 29. september 2017.

Cruise vinnur hér enn á  ný með leikstjóranum Doug Lima, en þeir hafa áður gert Edge of Tomorrow. 

Aðrir helstu leikarar í glæpatryllinum eru Domhnall Gleeson, Lola Kirke, Jesse Plemons, Jayma Mays, Sarah Wright Olsen og Caleb Landry Jones.

Sjáðu hressilega stikluna hér fyrir neðan: