Cruise í lausu lofti á fyrsta plakati fyrir Mission: Impossible – Dead Reckoning Part One

Fyrsta plakatið fyrir sjöundu Mission: Impossible myndina, Mission: Impossible – Dead Reckoning Part One, var að detta í hús.

Á plakatinu sjáum við Tom Cruise, aðalleikara, svífa í lausu lofti eftir að hafa farið fram af bjargbrún á mótorhjóli.

Í myndbandi fyrir neðan plakatið má sjá tökur atriðisins.

Með helstu hlutverk í myndinni fara Tom Cruise, sem leikur Ethan Hunt, Rebecca Ferguson sem leikur Ilsa Faust, Vanessa Kirby sem leikur The White Widow og Cary Elwes.

Góðkunningar úr fyrri myndum eru á sínum stað eins og Wing Rhames og Simon Pegg.

Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi er Christopher McQuarrie.

Myndin kemur í bíó á Íslandi 14. júlí nk.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan: