Ford búinn að samþykkja að leika Han Solo?

Óstaðfestar fregnir herma að Harrison Ford hafi samþykkt að leika Han Solo í Star Wars: Episode VII í leikstjórn J.J.Abrams.

Ford hefur áður sagt að hann hafi áhuga á að leika í myndinni.

Samkvæmt Latino Review er búið að ganga frá samningnum en aðeins á eftir að klára nokkur smáatriði áður en Disney mun tilkynna opinberlega um þátttöku hans.

Þetta eru auðvitað stórtíðindi, ef satt er, enda 30 ár liðin síðan Harrison Ford lék Han Solo síðast í Star Wars:Episode VI-Return of the Jedi.