Cruise tekur flugið í nýrri stiklu

Mission-Impossible-Rogue-Nation-posterFimmta myndin í Mission Impossible-seríunni er væntanleg í sumar og fer leikarinn Tom Cruise með hlutverk Ethan Hunt að nýju. Með önnur hlutverk fara m.a. Alec Baldwin, Simon Pegg og Rebecca Ferguson.

Myndinni er leikstýrt af Christopher McQuarrie, sem áður hefur gert myndir á borð við The Way of the Gun og Jack Reacher, en Cruise lék einnig aðalhlutverkið í þeirri síðarnefndu.

Í dag var sýnd fyrsta stiklan úr myndinni og má búast við miklum hasar, þar sem persónan Hunt sést m.a. taka flugið er hann rígheldur í flugvél sem fer á loft.

Hér að neðan má sjá stikluna úr Mission: Impossible – Rogue Nation, en hún verður frumsýnd þann 31. júlí vestanhafs.